Forsíða

Fréttir á aðventu frá Víkurskóla

Diskótek yngri nemenda með tilheyrandi pylsuveislu vakti mikla lukku.  Upphaflega átti að halda fjörið fimmtudaginn 23. nóvember en vegna lokunar þjóðvegarins var því frestað til mánudagsins 27. nóvember.

Mánudaginn 4. desember fóru nemendur og kennarar í heimsókn í Víkurkirkju og á Hjallatún.  Farið var í tveimur hópum. Fyrst fóru nemendur 1.-6. bekkjar klukkan 09:50 og síðan lögðu 7.-10. bekkur af stað um 10:30. Brian fór með okkur að venju og spilaði undir söng nemenda á Hjallatúni.  Þessar heimsóknir eru orðnar hefð í skólastarfinu og eru til mikillar gleði bæði fyrir nemendur og þá sem taka á móti þeim.   Að loknum söng á Hjallatúni þáðu nemendur góðgerðir og var þeim veitingum gerð góð skil og þökkum við kærlega fyrir frábærar móttökur á báðum stöðum.

Heimsókn Magnúsar Stefánssonr, forvarnarráðgjafa sem fyrirhuguð var 21. nóvember féll niður og  frestaðist til 5.desember. Heimsóknin sem var á vegum foreldrafélagsins og styrkt af sveitarfélaginu var vel heppnuð og þörf.  Magnús fundaði með nemendum og foreldrum í 5.-10. bekk.

Nemendur hafa verið duglegir við að skreyta skólann sinn og undirbúa litlu-jólin. Það er óhætt að segja að sá undirbúningur sé í fullum gangi þessa dagana með tilheyrandi æfingum á söng og leikverkum.  Litlu-jólin verða haldin hátíðleg föstudaginn 15. desember og að þeim loknum hefst jólafríið.  Skólastarf hefst svo á nýju ári miðvikudaginn 3. janúar með starfsdegi kennara. (höf. Þorkell)

Dagur íslenskrar tungu í Vik

Þann 16. Nóvember var árlegt kaffihúskvöld Víkurskóla haldið.  Löng hefð er fyrir að nemendur bjóði heim gestum á þessu kvöldi og fái rithöfund í heimsókn eða undirbúi sjálfir dagskrá ásamt kennurum.  Siðast liðið vor gerðist Víkurskóli jarðvangsskóli, þar sem hann er einn af þremur skólum í Kötlujarðvanginum. Í jarðvangsskólanum hugum við enn betur en áður að því sem tengist jarðfræði svæðisins.  Þar á meðal er menningar- og söguarfur. Fossar og óskasteinar settu því svip sinn á kvöldið að þessu sinni.  1. – 4. b fluttu lagið Vorvindar glaðir og sömdu dans með.  5. – 6. bekkur settu á svið leikritið Gullkistan sem byggir á sögunni um gullkistuna í Skógarfossi.  7. – 8.b sömdu örsögur um óskasteina og stúlknakór eldri bekkinga söng lagið Óskasteinar.  9. – 10. bekkingar léku sér með tungumálið á skemmtilegan hátt, sviðsettu málshætti og áhorfendur gátu uppá. Nemendur bökuðu fyrir kvöldið og gefin var út uppskriftarbók.  Þetta var gefandi, lærdómsrík og skemmtileg samvera.  Þar sem íslenskan var í hávegum höfð og nemendur sýndu í verki að þeir kunna sannarlega að bjóða heim gestum. (höf. Kolbrún Hj.)

Myndir í myndaalbúm hér

Smá brot af leikritinu hér :

List fyrir alla

Fimmtudaginn 26. október fengu nemendur góða gesti til sín sem voru á vegum verkefnisins List fyrir alla.  Um var að ræða heimsókn söngleiksins Björt í sumarhúsi með þeim Valgerði Guðnadóttur og Hrönn Þráinsdóttur.  Þær stöllur fóru algjörlega á kostum í sínum flutningi og höfðu allflestir viðstaddra gaman af.  Söguþráðurinn höfðar meira til yngti nemenda en tónlistin, eftir Elínu Gunnlaugsdóttur við texta Þórarins Eldjárns er við hæfi allra.  Elstu árgangar leikskólans komu í heimsókn og nutu skemmtunarinnar með nemendum grunnskólans. (höf. Þorkell)

Danskennsla

Vikuna 9.-13. september var Jón Pétur Úlfljótsson danskennari í skólanum.  Vikan leið hratt, eins og oft vill verða þegar spennandi hlutir eru í gangi.  Dansvikunni  lauk að venju með danssýningu fyrir gesti og gangandi. (höf. Þorkell)

Myndir má sjá hér.

Lakagígar

Miðvikudaginn 13. september fóru nemendur 5.-10. bekkjar í skemmtilega ferð ásamt kennurum sínum.  Farið var inn í Lakagíga þar sem Skaftáreldar brutust út þann 8. júní árið 1783. Lagt var af stað frá skólanum rúmlega átta um morguninn og komið til baka um klukkan sex síðdegis.  Á leiðinni var stoppað við Fagrafoss sem svo sannarlega ber nafn með rentu.  Þegar komið var inn í Laka þá var snætt nesti en síðan gengið á fjallið og tók gangan tæpa tvo klukkutíma.  Það var stórkostlegt að koma á þennan sögufræga stað þar sem stærsta hraungos sem runnið hefur á sögulegum tíma á jörðinni átti upptök sín. Afleiðingarnar af þessu gosi voru kólnandi veðurfar, mikill uppskerubrestur og mannfall um allt norðurhvel jarðar. Alkunna er að meginorsök frönsku byltingarinnar árið 1789 var þrálátur uppskerubrestur og hungur sem fylgdi í kjölfarið. Þannig má leiða að því getum, hvort byltingin hefði orðið á þessum tíma eða með þessum hætti ef harðindin af völdum Skaftárelda hefðu ekki komið til. Sennilega átti byltingin sem breytti heiminum og opnaði fyrir framrás lýðfrelsisafla sem skópu réttarríki nútímans að hluta til uppruna sinn í Vestur-Skaftafellssýslu. Ferðin var vel heppnuð og ánægjuleg fyrir alla og ekki spillti veðrið en það var glampandi sól og blíða allan tímann. (höf. Þorkell)

 Fleiri myndir í myndaalbúmi

VERTU HETJAN

Síðasta miðvikudag kom Þorgrímur Þráinsson og hélt fyrirlestur fyrir miðstig sem hann kallar VERTU HETJAN Í ÞÍNU LÍFI — með því að hjálpa öðrum.

Með myndum, myndböndum og sögum fjallar hann um þau gildi sem kennarar og við öll erum reglulega að hamra á. Þorgrímur notar ýmsar fyrirmyndir úr heimi íþróttanna til að minna krakkana á þetta. Krakkarnir kunnu vel að meta þennan fyrirlestur. Við þökkum Þorgrím innilega fyrir.

Jarðvangsskóli

Miðvikudaginn 24. maí varð Víkurskóli formlega jarðvangsskóli Kötlu jarðvangs.  Brynja Davíðsdóttir framkvæmdastjóri jarðvangsins og Þorkell Ingimarsson skólastjóri Víkurskóla undirrituðu samstarfssamning þess efnis.  Undirritunin fór fram á Sólheimasandi með heiðarlönd Ytri-Sólheima í baksýn.  Þannig stóð á að nemendur skólans voru í vettvangsferðum þennan dag og fór vel á því að undirritunin færi fram úti í náttúrunni í miðjum jarðvanginum.  Það er mikill heiður fyrir Víkurskóla að fá þessa viðurkenningu og mun hún svo sannarlega styrkja það góða starf sem unnið hefur verið innan skólans og tengist beint náttúru okkar svæðis.  Hefð hefur skapast fyrir því að sinna sérstökum náttúrutengdum verkefnum í svokallaðri jarðvangsviku.  Jarðvangsvikan okkar er haldin hátíðleg síðari hluta aprílmánaðar og tengist hún ár hvert degi umhverfisins sem er þann 25. apríl.  Þann dag er einmitt fæddur sá stórmerki maður Sveinn Pálsson (1762-1840) sem var þekktur læknir (þó aldrei fengi hann læknaprófið) og  nátturufræðingur og bjó hér í Vík og var grafinn að Reyniskirkju í Mýrdal. Jarðvangsvikan er orðin fastur liður á skóladagatali Víkurskóla og ár hvert er skólastarfið brotið upp þessa viku. Fengnir eru  leiðbeinendur og fyrirlesarar til okkar eftir því sem unnt er eða ýmislegt sem tengist jarðvanginum unnið í skólanum og foreldrum og öðrum góðum gestum síðan boðið að skoða og njóta. (höf. Þorkell)

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli 487-1241
Tónskóli 487-1485

Íþróttamiðstöð 487-1174
Verkmenntastofa 487-1155
Þorkell Ingimarsson skólastjóri 865-2258

Skólabílar:

Eystri leið 868-3539
Ytri leið 892-3126

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Leikskóli

Umsókn um vistun

Breytingar á vistunartíma

Uppsögn á leikskólavistun

Grunnskóli

Umsókn um leyfi nemanda

Einelti tilkynningarblað

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Edda G. Antonsdóttir deildarstjóri/kennsluráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8627522
edda@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

Heimsókn Magnúsar Stefánssonar þriðjudaginn 21. nóvember

Kaffihúskvöld 16. nóvember, fimmtudaginn

Erasmus+
Mentor

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Tenglar

Myndir