Forsíða

Í tilefni af Degi gegn einelti 8. nóvember

Þann 8. nóvember var baráttudagur gegn einelti. Í Víkurskóla voru fjölbreytt viðfangsefni tengd umfjöllun um einelti. Starfsfólk og nemendur unnu eitt sameiginlegt verkefni sem fólst í því að hver og einn útbjó og skreytti púsl sem síðan var raðað upp í eitt stórt mynverk. Markmið verksins er að draga fram með myndrænum hætti að við erum öll hluti af einni heild og getum öll passað saman.

Hrekkjavakan

Hrekkjavakan var skemmtileg tilbreyting í skólastarfinu. Nornir komu ríðandi á kústi, …og breyttu nemendum í alls konar furðuverur…allir bjuggu til kóngulær, svo var lesin Draugasaga, Sigrúnar Eldjárn…við skulfum á beinunum, …en komumst svo að því að þetta var glamrið í beinagrindinni á DRAUGAGANGINUM í sögunni….

Orðsending vegna nýrrar reglugerðar Covid-19

Vegna nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðuneytisins um takmörkun á skólastarfi vegna Covid 19 þá er Víkurskóli lokaður fyrir gestakomur frá og með 3. nóvember til og með 17. nóvember n.k. Þeir sem eiga bókað viðtal eða hafa látið vita af komu sinni eru beðnir um að vera með andlitsgrímu.

Aðgerðir Víkurskóla til að uppfylla tilmæli reglugerðarinnar verða sendar til foreldra/forráðamanna í Mentorpósti í dag 1. nóvember.

Skólastjórnendur

Kynning á gagnvirkri heimasíðu – kennslustund með tveimur öðrum skólum

Í dag var merkileg kennslustund hjá nemendum í 7.-10. bekk að tilstuðlan Kötlu jarðvangs, Reykjanes jarðvangs og Veðurstofu Íslands. Nemendur fengu kynningu og kennslu á heimasíðuna Íslensk eldjöll www.islenskeldfjoll.is sem er gagnvirk vefsjá og uppflettirit. Tilefni þessa verkefnis er alþjóðlegur dagur náttúruvár sem er 13. október. Þetta er að öllum líkindum í fyrsta skipti sem okkar nemendur eru í sameiginlegri kennslustund með nágrannaskólum okkar, Kirkjubæjarskóla og Hvolsskóla.

Listakotið

Í haust voru gerðar miklar lagfæringar. Nú er óðum að komast skapandi og notalegur blær á allt. Unga listafólkið er niðursokkið í margs konar listsköpun. Þroskandi og gefandi.

Kötludagur – Kötlusögur

Í haust fengum við góða gjöf frá einum af velunnurum skólans honum Þóri Kjartanssyni. Hann færði okkur eintak af heimildarmynd sem hann hefur gert um eldstöðina Kötlu. Það fór vel á því að fá Þóri í heimsókn í dag til að kynna myndina fyrir frumsýningu og hvað það var sem dreif hann áfram við að gera þessa mögnuðu heimildarmynd. Við þökkum Þóri og hans fjölskyldu kærlega fyrir vinarhug til skólans. Í Víkurskóla rifjum við reglulega upp hvað það er og hvað það þýðir að búa svo nálægt virkri eldstöð eins og Katla er.

Bleiki dagurinn í Víkurskóla

Í tilefni af Bleika deginum í dag 16. október lögðu nemendur og kennarar í Víkurskóla sig fram um að klæðast einhverju bleiku eða koma með bleika fylgihluti. Bleiki dagurinn er okkur hvatning til að sýna stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra. Hér má sjá nemendur og kennara í 1.-2. bekk í ýmsum bleikum tónum í upphafi skóladagsins.

Náttúrfræði á unglingastigi

Nemendur unglingadeildar hafa seinustu vikurnar verið að læra um lífverur í náttúrufræðinni og einn liður í þeirri kennslu  er að læra að kryfja fisk.

Markmiðið með verkefninu er að nemendur fái að skoða lífveru úr íslenskri náttúrú nánar; ræða uppbyggingu lífveru og líffærafræði, hvernig útlit og líkamsbyggingu spegla lifnaðarhættir auk þess sem tilgangurinn er að efla áhuga, virkni og þáttöku nemenda í náttúrufræðinámi.

Við sendum sérstakar þakkir til Lindarfisk sem svo rausnarlega útvegaði okkur fisk til að kryfja. Myndirnar sína áhugasama nemendur í þessu flotta verkefni.

Victoria Reinholdsdóttir náttúrufræðikennari

Fleiri Myndir

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Einn af föstum liðum í skólastarfinu er að allir nemendur og starfsmenn taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Að þessu sinni varð 9. október fyrir valinu og má með sanni segja að þetta hafi verið einn af dásamlegustu og veðurblíðustu dögum haustsins. Krakkarnir stóðu sig afskaplega vel. Þau gátu valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km. Að þessu sinni gerðu  4 nemendur sér lítið fyrir og hlupu hver um sig 10 kílómetra. Alls hlupu nemendur 330 km!  Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Fleiri Myndir.

Útivistarval

Nemendur í útivistarvali á unglingastigi hafa í haust tekist á við ýmsar áskoranir eins og að klífa fjöll, kveikja eld og grilla pylsur í hagléli. Jafnframt hafa krakkarnir fræðst um ýmislegt sem tengist því að stunda útivist. Við búum svo vel í nærumhverfi Víkurskóla að hafa aðgang að fallegum gönguleiðum og stöðum til að skoða. Hér eru nokkrar myndir sem Magga Steina kennari hópsins, tók af krökkunum.

Fleiri myndir.

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli Mánaland 487-1241

Íþróttamiðstöð 487-1174

Skólabílar:

487-1494

Ingi Már 894-9422

Hjördís Rut 861-0294

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Grunnskóli

Einelti tilkynningarblað

Umsókn um leyfi

Umsókn um dægradvöl

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Þórunn Jóna Hauksdóttir forstöðumaður
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 
thorunnjona@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

30.september samræmt próf 4.bekkur (ísl)

1.október samræmt próf 4.bekkur (stæ)

2.oktober starfdagur (dægradvöl lokuð)

26.október starfsdagur (dægradvöl lokuð)

27.október foreldra\nemendadagur

Erasmus+
Mentor

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Forritarar

Myndir