Forsíða

Slide background
Slide background
Slide background
Slide background
Slide background
Slide background
Slide background

Jólagjöf til Víkurskóla

Á litlu-jólum þann 16. desember fengu nemendur og starfsfólk Víkurskóla góða gesti í heimsókn. Til okkar komu færandi hendi þeir Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri og Þórir N. Kjartansson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Víkurprjóns.  Þeir félagar komu með glæsilega ljósmynd sem Þórir hafði tekið og sveitarfélagið látið setja upp á skemmtilegan hátt. Myndina afhentu þeir skólanum við upphaf hátíðarhádegisverðar í borðsal skólans.  Á henni gefur að líta helstu örnefni í undirfjöllum Mýrdalsjökuls sem blasa við af þjóðveginum á Messuholti.  Við þökkum kærlega fyrir þessa góðu gjöf sem mun vafalítið gagnast nemendum og öðrum vel um ókomna tíð.  Myndinni hefur nú verið komið fyrir á góðum stað í húsnæði skólans þar sem hún sómir sér vel. (höf. Þorkell)

img_1651

Aðventa og litlu jól 2016

img_1589-001

auglysing

Heimsókn slökkviliðssins

Hressir menn frá Slökkviliðinu í Vík heimsóttu nemendur í 3. bekk. Nemendur lærðu ýmislegt meðal annars um reykskynjara, brunateppi, umgengni við kerti og hvernig á að haga sér ef upp kemur eldur.

Nemendur fengu getraun til að taka með sér heim og vinna með foreldrum, henni skila þeir svo aftur í skólann og fá vasaljós að launum. Dregið verður úr réttum lausnum eftir 11.janúar og fá þeir sem dregnir verða út verðlaun frá slökkviliðinu. Við þökkum slökkviliðsmönnum kærlega fyrir komuna.

img_1389

Heimsóknir í Víkurkirkju og á Hjallatún

Mánudaginn 5. desember fóru nemendur og starfsfólk Víkurskóla í skemmtilegar heimsóknir.  Nemendum var skipt upp í tvo hópa sem í voru annars vegar 1.-6. bekkur og hins vegar 7.-10. bekkur.  Hóparnir heimsóttu fyrst Víkurkirkju og síðan í beinu framhaldi Dvalarheimilið Hjallatún.  Séra Haraldur fræddi okkur um sögu kirkjunnar og ýmislegt sem henni viðkemur og sýndi okkur skemmtilegar myndir.  Á Hjallatúni sungu nemendur fyrir dvalargesti við undirleik Brians skólastjóra tónskólans og Kára, tónlistakennara.   (höf. Þorkell)

Myndir í myndaalbúmi skólans.

img_1268

kaffihusakvold

Danskennsla

Vikan einkenndist helst af foreldraviðtölum og danskennslu.
Hefur það skapað góða stemmningu að brjóta upp vikuna með dansæfingum
og hafa nemendur staðið sig mjög vel. (höf. Jóhanna)

img_0559

Myndir frá danskennsluni eru í myndaalbumi, á smella á myndina hér fyrir ofan.

-List fyrir alla-

107canon

  1. október fengum við þrjá heiðursmenn í heimsókn sem komu til okkar á vegum verkefnisins „List fyrir alla“. Þetta voru tónlistarmennirnir Ásgeir Ásgeirsson, Haukur Gröndal og Kristófer Rodrigues Svönuson. Þeir félagar skemmtu nemendum í heila kennslustund.  Þeir fluttu okkur dagskrána „Suður um höfin“.  Við ferðuðumst með þeim í huganum til framandi landa í Suður-Ameríku og á þessu ímyndaða ferðalagi kynntumst við tónlist frá þessum heimshluta.  Til að hjálpa okkur enn frekar að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn sáum við svipmyndir frá löndum eins og Kúbu, Mexíkó, Kólombíu, Perú, Chile, Argentínu og Brasilíu. Kennslustundin leið hratt og þökkum við þeim félögum kærlega fyrir okkur.

List fyrir alla er verkefni sem er ætlað að velja og miðla listviðburðum til grunnskólanemenda um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.  Stefnt er að því að á tíu ára grunnskólagöngu veiti verkefnið börnum góða yfirsýn yfir vettvang lista.  Nemendur kynnast fjölbreytni listanna, íslenskum menningararfi og list frá ólíkum menningarheimum. List fyrir alla er á forræði mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Eftirfarandi listformum verður miðlað í gegnum verkefnið:

  • Sviðslistir (leiklist og dans)
  • Tónlist
  • Myndlist
  • Hönnun og byggingalist
  • Kvikmyndagerð
  • Bókmenntir

(höf. Þorkell)

Nemendur í 1. – 2. bekk í samfélagsfræði hafa unnið síðustu 2 vikur í hópum 2 og 2 saman. Nemendur völdu sér eina fisktegund og áttu að finna hinar ýmsu upplýsingar um fiskinn. Þegar hóparnir höfðu lokið við verkefnið kynntu þau það fyrir samnemendum sínum og kennara og gekk það mjög vel hjá þeim öllum enda snillingar á ferð. (höf. Hrund)

11

-Unglingarnir og netið-

Fimmtudaginn 13. október fengum við góða heimsókn í skólann.  Til okkar komu þau Óli Örn Atlason, uppeldis-og menntunarfræðingur og Sólveig Eyvindsdóttir, lögreglumaður.  Óli Örn fræddi nemendur í 7.-10. bekk um allt það helsta sem ber að varast við netnotkun og það sem er leyfilegt og óhætt.  Óli hefur unnið náið með unglingum undanfarin 5 ár í félagsmiðstöð og þekkir vel hvernig krakkarnir nota netið og snjallsímana.  Sólveig upplýsti krakkana um það að sakhæfisaldur miðast við 15 ára afmælisdag og fór yfir það hvað fælist í sakhæfi.  Við þökkum þeim Óla og Sólveigu kærlega fyrir heimsóknina og alla fræðsluna.  Síðast en ekki síst viljum þakka kvenfélagskonunum okkar sem af rausn sinni ætla að standa straum af þeim kostnaði sem af þessari fræðslu hlýst. (höf. Þorkell)

2016-10-13

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli 487-1241
Tónskóli 487-1485

Íþróttamiðstöð 487-1174
Verkmenntastofa 487-1155
Þorkell Ingimarsson skólastjóri 865-2258

Skólabílar:

Eystri leið 868-3539
Ytri leið 892-3126

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Leikskóli

Umsókn um vistun

Breytingar á vistunartíma

Uppsögn á leikskólavistun

Grunnskóli

Umsókn um leyfi nemanda

Einelti tilkynningarblað

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Edda G. Antonsdóttir deildarstjóri/kennsluráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8627522
edda@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

Starfsdagur

Starfsdagur 3. jan. 2017

Námsmat

Námsmat 17. -19. janúar 2017

Þorrablót

Þorrablót 25. janúar 2017

Foreldraviðtöl 7. febrúar 2017

Mentor innskráning

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Tenglar

Myndir