Forsíða

Stóra upplestrarkeppnin 2017

Skólakeppni Stóru-upplestrarkeppninnar í  Víkurskóla var haldinn fimmtudaginn 16. mars. Nemendur í 7. bekk taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem hefur það að markmiði að efla  vandaðan upplestur og framsögn. Krakkarnir hafa verið mjög duglegir að æfa sig við lestur og upplestur í allan vetur.  Í keppninni lásu þau upp úr bók og að auki ljóð sem þau völdu sér. Dómarar voru  Haraldur M. Kristjánsson, Gunnþóra H. Önundardóttir og Kári Bjarkar Gestsson.  Góður rómur var gerður að upplestri nemendanna sem  stóðu sig allir með miklum sóma.   Tveir nemendur og einn varamaður voru valdir  úr hópnum til að  keppa við jafnaldra úr skólum af Suðurlandi á lokahátíð keppninnar.  Úrslit skólakeppninnar urðu þau að Vignir Jóhannsson og Elín Gróa Kjartansdóttir voru kjörin sem aðalmenn og Eva María Ólafsdóttir Kolbeins til vara. Þau munu lesa fyrir hönd skólans á lokahátíð keppninnar sem haldin verður  í  Eldheimum í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 30. mars n.k.  Við óskum þeim öllum góðs gengis.

Vertu Næs

Þessa dagana stendur Rauði kross Íslands fyrir átakinu Vertu Næs.  Þar hvetur Rauði Krossinn landsmenn til þess að bera virðingu fyrir náunganum, sama hvaðan hann er upprunninn.  Á Íslandi búa 330.000 manns og þar af eru um 10 % af erlendum uppruna eða um þrjátíu þúsund einstaklingar.  Ljóst er að innflytjendum mun enn fara fjölgandi og mikilvægt er að vel sé tekið á móti þeim og þeim sýnd virðing.  Þriðjudaginn 14. mars komu til okkar þau Aleksandra Chlipala frá Póllandi og Juan Camilo frá Kólumbíu sem halda utan um þessa fræðslu fyrir Rauða krossinn.  Fræðslan er ætluð nemendum á mið- og unglingastigi grunnskóla og nemendum í framhaldsskólum.  Þetta var létt og skemmtileg spjall um annars alvarlegt efni.  Þau fluttu mál sitt á ágætri íslensku þó svo að þau hafi ekki búið mjög lengi í landinu,  Aleksandra í fimm ár og Juan í tíu ár. Nemendum gafst kostur á að taka þátt í umræðum og bera fram spurningar og var þetta í alla staða hin besta heimsókn.  Við þökkum þeim Aleksöndru og Juan kærlega fyrir okkur. (höf. Þorkell)

Starfamessa 2017

Starfamessan 2017 var haldin þriðjudaginn 14. mars í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Starfamessan sem haldin er annað hvert ár miðar að því að kynna fyrir nemendum 9. og 10. bekkjar grunnskóla sem og nemendum á 1. og 2. ári framhaldsskóla störf á sviði iðn-, verk og tæknigreina.  Áhersla er lögð á að nemendurnir öðlist innsýn í áðurnefnd störf og mögulegar námsleiðir að þeim.  Mikill skortur er á nemum innan þessara greina og er þetta verkefni liður í að kynna þær betur fyrir ungu fólki.  Að þessu sinni var ákveðið að fá grunnskólanemendur til meiri þátttöku en áður og því var eftnt til myndbandasamkeppni á milli allra grunnskólanna frá Þorlákshöfn í vestri til Hafnar í Hornafirði í austri.  Skilyrt var að myndbandið tengdist byggingafræði og er skemmst frá því að segja að nemendur úr Víkurskóla stóðu sig með miklum ágætum og hrepptu 3. sætið í keppninni.  Þetta voru þau Bergur Már Guðmundsson og Dagur Gnýsson í 9. bekk og Gestur Jónsson, Katla Þöll Þráinsdóttir og Sigurður Ásgrímur Gíslason í 10. bekk.  Við óskum þeim hjartanlega til hamingju.  Hægt er að sjá myndbandið með þessari frétt. (höf. Þorkell)

Skíðaferð 6.-10. b.

Loksins! Loksins! Þriðjudaginn 28. febrúar fóru nemendur sjöunda til tíunda bekkjar í langþráða skíðaferð í Bláfjöll.  Upphaflega stóð til að fara í lok janúar en vegna stöðugra rigninga og snjóleysis var það ekki hægt.  Það var síðan eins og æðri máttarvöld gengju í lið með okkur og snjó kyngdi niður dagana fyrir ferðina.  Það lá við að það hefði snjóað of mikið vegna þess að fá þurfti gröfu til aðstoðar við rútuna okkar að komast síðasta spölinn að skíðasvæðinu. Ferðin heppnaðist vel og meirihluti  nemenda skemmti sér hið besta. Á heimleiðinni var komið við í Skalla á Selfossi og þar beið dýrindis pizzaveisla sem var gerð góð skil.  Fararstjórar í ferðinni voru Victoria, Daria, Anna Birna og Jakub.  (höf. Þorkell)

Óvænt heimsókn

Þriðjudaginn 21. febrúar fengum við skemmtilega heimsókn.  Til okkar kom franskur kennari sem heitir Samúel og skemmti nemendum í heila kennslustund.  Samúel þessi hefur ferðast víða um lönd. Hann safnar flökkusögum í þeim löndum sem hann heimsækir og flytur þær síðan á milli landa, heimsækir skóla, kynnir sig, segir nemendum sögur, flytur tónlist og dansar. Það var ekki laust við á meðan þessi ágæti maður dvaldi hjá okkur að við hugsuðum til baka til Sölva Helgasonar en hann var eins og margir vita frægur íslenskur flakkari á 19. öld, auk þess að vera skáld og listamaður. Þessi uppákoma var okkur algjörlega að kostnaðarlausu en á móti buðum við Samúel í mat þar sem hann var hjá okkur í síðustu kennslustund fyrir hádegi.  Þáði hann það með þökkum og tók hraustlega til matar síns okkur til mikillar ánægju. (höf. Þorkell)

Lesið í heimakrók

Hugguleg stemming hjá nemendum í 3. og 4. bekk.

Hún Þórhildur Alexandersdóttir skrifaði bók um sjálfa sig í samstarfi við mömmu sína. Hún kynnti bókina og efni hennar fyrir bekknum sínum og ákvað svo að gefa bókasafni skólans bókina.

Henni eru færðar bestu þakkir fyrir þessa skemmtilegu bókagjöf. (höf. Elín)

Árlegt Þorrablót

Árlegt Þorablót Víkurskóla var haldið 26. Janúar.  Nemendur og starfsmen komu saman og borðuðu þorramat.  Á boðstólum var m.a. súrmatur, hákarl, hangikjöt, síld, harðfiskur, rúgbrauð og flatkökur. Nemendum líkaði maturinn vel og voru duglegir við að smakka, jafnvel þó að sumt hefðu þeir ekki bragðað áður.  Eftir matinn var komið á sal og sungin nokkur þorralög, m.a. Stóð ég út í tunglsljósi, Nú er Frost á Fróni og Þorrasöngur Víkurskóla, næst flutti nemendafélag skólans, annál 2016 og svo var spiluð félagsvist og olsen olsen.  Í lokin stóðu uppi 3 nemendur sem sigurvegarar í spilakeppninni þær Stephanie Ósk, Arnfríður Mára og Katla Þöll.

Þorrablótið er skemmtileg hefð í skólastarfinu og allir fóru glaðir heim. (höf. Kolbrún)

Myndir í mydaalbúmi, smellir á myndina.

IMG_2377

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli 487-1241
Tónskóli 487-1485

Íþróttamiðstöð 487-1174
Verkmenntastofa 487-1155
Þorkell Ingimarsson skólastjóri 865-2258

Skólabílar:

Eystri leið 868-3539
Ytri leið 892-3126

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Leikskóli

Umsókn um vistun

Breytingar á vistunartíma

Uppsögn á leikskólavistun

Grunnskóli

Umsókn um leyfi nemanda

Einelti tilkynningarblað

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Edda G. Antonsdóttir deildarstjóri/kennsluráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8627522
edda@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

Árshátið 5. mars

Páskadagur 16. april 2017

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Suðurlandi verður að þessu sinni haldin í Eldheimum, Eyjum 30. mars næstkomandi.

Jarðvangsvikan byrja 24. april

Starfamessa FSU 14. mars

Mentor innskráning

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Tenglar

Myndir