Forsíða

Jarðvangsskóli

Miðvikudaginn 24. maí varð Víkurskóli formlega jarðvangsskóli Kötlu jarðvangs.  Brynja Davíðsdóttir framkvæmdastjóri jarðvangsins og Þorkell Ingimarsson skólastjóri Víkurskóla undirrituðu samstarfssamning þess efnis.  Undirritunin fór fram á Sólheimasandi með heiðarlönd Ytri-Sólheima í baksýn.  Þannig stóð á að nemendur skólans voru í vettvangsferðum þennan dag og fór vel á því að undirritunin færi fram úti í náttúrunni í miðjum jarðvanginum.  Það er mikill heiður fyrir Víkurskóla að fá þessa viðurkenningu og mun hún svo sannarlega styrkja það góða starf sem unnið hefur verið innan skólans og tengist beint náttúru okkar svæðis.  Hefð hefur skapast fyrir því að sinna sérstökum náttúrutengdum verkefnum í svokallaðri jarðvangsviku.  Jarðvangsvikan okkar er haldin hátíðleg síðari hluta aprílmánaðar og tengist hún ár hvert degi umhverfisins sem er þann 25. apríl.  Þann dag er einmitt fæddur sá stórmerki maður Sveinn Pálsson (1762-1840) sem var þekktur læknir (þó aldrei fengi hann læknaprófið) og  nátturufræðingur og bjó hér í Vík og var grafinn að Reyniskirkju í Mýrdal. Jarðvangsvikan er orðin fastur liður á skóladagatali Víkurskóla og ár hvert er skólastarfið brotið upp þessa viku. Fengnir eru  leiðbeinendur og fyrirlesarar til okkar eftir því sem unnt er eða ýmislegt sem tengist jarðvanginum unnið í skólanum og foreldrum og öðrum góðum gestum síðan boðið að skoða og njóta. (höf. Þorkell)

2. bekkur fékk íslenska fánann að gjöf

Nemendur í 2. bekk fengu íslenska fánann að gjöf ásamt bæklingi sem hefur að geyma allar helstu upplýsingar um lög og reglur fánans. Skátahreyfingin gefur öllum krökkum í 2. bekk í grunnskólum landsins fána á hverju ári og færum við þeim bestu þakkir fyrir. (höf. Anna Birna)

Heimsókn afreksfólks

Þann 5. maí fengum við Hólmfríði Magnúsdóttur, framherji íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, landsliðskonu í knattspyrnu og landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu í heimsókn. Hún hitti krakka í  1. -6. bekk . Hólmfríður var spurð spjörunum úr um sín afrek og líf og hvatti krakka til að prófa að æfa knattspyrnu. Hvolsvallarmærin tók nokkra æfinga með spennta krakka og  gaf krökkum myndbandið “Stelpurnar okkar” og  KSÍ veifur. Þökkum við þessu afreksfólki kærlega fyrir skemmtilega heimsókn.

Náttúrubarnið með blýantinn

Hér eru nokkrar myndir frá viðburðinum í dag, nemendur fræddust um teiknarann, Jón Baldur Hlíðberg sem hefur fylgt þeim í náttúrufræðibókunum, hann hefur myndskreytt fjöldann allan af námsbókum ásamt mörgu fleiru og er einn fremsti teiknari landsins.  Hann hefur einbeitt sér að ma, að fugla, blóma og fiskamyndum.   Jafnframt var rifjuð upp ævi og starf Sveins Pálssonar, læknis, nátúrufræðings og ferðagarps.  Nemendur tóku síðan til óspilltra málanna og teiknuðu og teiknuðu, við eigum greinilega mikið af náttúrubörnum með blíant í Kötlujarðvanginum.  Jón Baldur ætlaði að vera sjálfur með okkur en komst ekki vegna veikinda.

Áður en myndavélarnar komu til, teiknuðu ferðalangar, náttúrufyrirbæri, og fegurð…við getum það enn í dag… (höf. Kolbrún Hj.)

1104092220

Kötludagur

Þriðjudagurinn 18. apríl sem var fyrsti kennsludagur eftir páskafrí  var bæði bjartur og fallegur.  Það kom sér vel vegna þess að ákveðið hafði verið fyrir páska að nýta daginn til rýmingaræfingar vegna Kötluvár.  Æfingin tókst mjög vel og fylgt var skipulagi sem til er í skólanum og ætlast er til að notað sé ef Katla fer að gjósa.  Gengið var upp í Suður-Vík og þar tóku þeir bræður Ívar og Sigurður á móti okkur.  Þeir sýndu okkur aðstöðu og búnað slökkviliðsins sem er glæsilegur og til fyrirmyndar.  Nemendur fengu að setjast upp í bílana en slíkt er ævinlega vel þegið og spennandi.  með okkur í för var Vigdís Steinþórsdóttir fyrrverandi nemandi skólans en hún er að læra kvikmyndagerð og hefur verið að vinna að kvikmynd um Kötlu.  Krakkarnir fengu síðan að sjá frumgerð myndarinnar í lok æfingarinnar.   Fyrirhugað er að hafa æfingu sem þessa á hverju skólaári framvegis. (höf. Þorkell)

Árshátíð

Árshátíð skólans var haldin með pompi og prakt þann 5. apríl síðastliðinn.  Stífur undirbúningur hafði staðið frá föstudeginum 24. mars hjá unglingunum og eitthvað lengur hjá yngri nemendum.  Nemendur í 1.-6. bekk fluttu leikverkið Það sem ekki má eftir Kolbrúnu Hjörleifsdóttur og er óhætt að segja að það hafi vakið mikla lukku.  Nemendur í 7.-10. bekk settu upp stytta úrgáfu af söngleiknum Bugsy Malone í leikstjórn Maríu Hebu Þorkelsdóttur.  Sýningin heppnaðist framúrskarandi vel og nemendur stóðu sig með mikilli prýði og fengu svo sannarlega tækifæri til að láta ljós sitt skína og gefa hæfileikum sínum lausan tauminn.  Hátíðinni lauk síðan með hefðbundnu kaffihlaðborði foreldra og var það góður endir á frábærri kvöldskemmtun.  (höfundurinn Þorkell, skólastjóri)

Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.

Mikil vinna liggur að baki því að setja upp slíka sýningu og eiga nemendur og starfsmenn hrós skilið fyrir mikla og góða vinnu þá daga sem undirbúningur fór fram. Mikilvægi þess að taka þátt í slíku starfi sem leiklistin býður uppá er afar mikið.

Námsferð til Póllands

Þann 18.-23. mars var fyrsta nemendaferð í  Easmus+ verkefni skólans. Þá fóru 5 nemendur og 2 kennarar til Póllands til fundar við samstarfsaðila verkefnisins sem koma frá Póllandi, Þýskalandi, Grikklandi, Kanaríeyjum og Finnlandi. Yfirskrift verkefnisins er RESPECT og markmið verkefnisins er að vekja athygli á hverskyns mismunun og einelti sem á sér stað í skólum. Þátttökuskólarnir vinna ýmis verkefni sem ganga út á að fræða og styrkja nemendur í mannlegum samskiptum. Það voru þau Dagur, Tinna, Sigríður, Kristín og Daníel sem fóru auk Elínar og Victoriu.  Ferðin heppnaðist mjög vel og hópurinn naut frábærrar gestrisni frá pólsku gestgjöfunum. Ferðlagið tók töluverðan tíma og var nokkuð krefjandi. Lokaáfangastaður okkar í í Póllandi var lítið sveitarfélag með 8000 íbúa sem heitir Birczá.  Lífið á þessum stað snýst að mestu um skógrækt og fengum við tækifæri til að fara í mjög skemmtilega göngu með leiðsögn um stóran skóg sem nýtur sérstakrar verndar.  Þá var einnig farið í skoðunarferð til sögufrægrar borgar sem heitir Przemysl.  Krakkarnir tóku öll þátt í fjölbreyttum verkefnum með jafnöldrum frá 5 löndum.  Unnið var með leikræna tjánningu, söng og verkefnavinnu. Afrakstur hennar verður til sýnis í stóru fræðslusetri sem staðsett er í Birczá. Það er skemmst frá því að segja að okkar krakkar stóðu sig afar vel og voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma.  Meðal annars var sett á svið leikverk þar sem þátttakendur frá öllum löndum áttu fulltrúa á sviði, okkar þáttakandi var Sigríður Ingibjörg og hún stóð sig með prýði.  Ferðin stóðst þau markmið sem lagt var upp með. (höf. Elín Einarsd.)

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli 487-1241
Tónskóli 487-1485

Íþróttamiðstöð 487-1174
Verkmenntastofa 487-1155
Þorkell Ingimarsson skólastjóri 865-2258

Skólabílar:

Eystri leið 868-3539
Ytri leið 892-3126

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Leikskóli

Umsókn um vistun

Breytingar á vistunartíma

Uppsögn á leikskólavistun

Grunnskóli

Umsókn um leyfi nemanda

Einelti tilkynningarblað

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Edda G. Antonsdóttir deildarstjóri/kennsluráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8627522
edda@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

Skólasetning 25. ágúst 2017

Dagur læsis 8. september 2017

Samræmd könnunarpróf í íslensku  7.b.  – 21. september 2017

Samræmd könnunarpróf í stærðfræði  7.b.  – 22. september 2017

Samræmd könnunarpróf í íslensku  4.b.  – 28. september 2017

Samræmd könnunarpróf í stærðfræði  4.b.  – 29. september 2017

Erasmus+
Mentor

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Tenglar

Myndir