Forsíða

Slide background
Slide background
Slide background
Slide background
Slide background
Slide background
Slide background

Skólaslit

skolaslit

Af ferðasjóði nemenda

Föstudaginn 20. maí fengu nemendur Víkurskóla góða gesti í heimsókn.  Þetta voru þær Guðný Guðnadóttir, í Vík og Margrét Ebba Harðardóttir, í Ási.  Þær komu aldeilis færandi hendi og styrktu ferðasjóð nemenda með miklum myndarbrag.  Þetta kom sér mjög vel, því mánudagsmorguninn 23. maí héldu nemendur í 7.-10. bekk í þriggja daga skólaferðalag.  Svo er þessum heiðurskonum fyrir að þakka að nemendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af ógreiddum reikningum við heimkomuna.  Víkurskóli færir þeim Guðnýju og Margréti bestu þakkir fyrir höfðingsskapinn. (höf. Þorkell)

IMG_8241

Íþróttadagur í Víkurskóla

Allir nemendur tóku þátt á íþróttadegi skólans. Við fórum í vatnsblöðrublak, twister og ratleikinn 50. Hressandi leikir og hópefli að leiðarljósi.

Íþróttadagur 20. maí – Google Photos

IMG_8331

Föstudagspóstur

Vikunni lauk á frábærum degi, sól og útiveru. Það var tiltektardagur eftir morgunhressingu hjá nememdum í dag og fóru 3 og 4 bekkur ásamt 5 og 6 bekk í gönguferð og ruslatínslu á svæðinu hjá skólanum og læknum. Enduðum við á útileikjum á túninu hjá skólanum þar sem veðrið og sólin lék við okkur. 7. -10. bekk foru alla leið til Uxafótalæk. 

Næsta vika verður stutt. Mánudagurinn er frídagur. Starfsdagur er á þriðjudaginn næsta og því enginn skóli. Á miðvikudaginn er kennsla fram að morgunhressingu og svo er sund og útikennsla eftir það. Á fimmtudaginn er UNICEF hlaupið eins og kom fram í bréfinu sem fór heim með nemendum í gær og umslagið fyrir áheitin. Á föstudaginn er svo íþróttadagur allan daginn, bæði úti og inni. Þá fara allir heim um hádegið þann dag. (höf. Jóhanna)

20160509_135537

Umboðsmaður barna í heimsókn 28. apríl

Í dag fengum við góðan gest í heimsókn.  Til okkar kom Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna.  Hún ræddi við krakkana á bókasafninu, fræddi þau um embætti umboðsmanns barna og upplýsti þau almennt um réttindi og skyldur barna og unglinga.  Nemendum gafst kostur á að bera fram spurningar um eitt og annað sem þeim hugkvæmdist.  Margrét María lætur af embætti á næsta ári og  hefur nú undanfarið verið á ferð um landið og heimsótt alla skóla sem þess æskja.  Við þökkum henni kærlega fyrir komuna og fróðlega og skemmtilega kynningu. (höf. Þorkell)

2016

Árlegri jarðvansviku lokið

Árlegri Kötlujarðvangsviku lauk með veislu í Leikskálum.  Að þessu sinni var yfirskrift vikunnar matvæli í jarðvanginum.  Vikan var nýtt í vettvangsnám og fóru nemendur í heimsóknir ma. á Þorvadseyri, þar sem þeir kynntu sér repju- og byggrækt, á Suður –Fossi bauð Fossís uppá ísgerð.  Farið var í Fagradal og fjárbú skoðað ásamt fleiru.  Höfðabrekka var sótt heim, og nemendur kynntu sér ferðaþjónustu og hvernig matvæli úr heimahéraði eru nýtt, rófubændur í Þórisholti voru heimsóttir og Svarta fjaran bauð í hádegishressingu.  Að öllu þessu loknu var boðið til Jarðvangsveislu í Leikskálum, þar sem gestum gafst kostur á að smakka á afurðum jarðvangsins.  Vinna eins og þessi er ómetanleg og í henni felst mikið nám.  Við viljum þakka öllum sem tóku svo vel á móti skólanum og gerðu þetta allt áhugavert og lærdómsríkt. (höf. Kolbrún Hj.)

Myndir eru í myndaalbúmi hér

IMG_8085

Myndir frá vettvangsferðum

Myndir frá vettvangsferðum í jarðvangsviku  hér.

-Að TALA er málið-

Föstudaginn 15. mars var hleypt af stokkunum í Víkurskóla skemmtilegu og áhugaverðu verkefni.  Verkefnið ber yfirskriftina  „Að TALA er málið“. Um er að ræða verkefni sem ætlað er að vinna með og efla tungumálið okkar. Íslenskan er fjölbreytt mál og hægt að leika sér með það á marga vegu.  Í verkefninu er orðið TALA miðpunkturinn. Orðið TALA hefur þrenns konar merkingu og það gefur möguleika til að vinna með orðið á skemmtilegan hátt.  Markmið verkefnisins er að hvetja alla til að TALA og vinna með málið á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Nemendur, kennarar og margir góðir gestir úr ýmsum áttum settust saman og áttu skemmtilega og notalega stund þar sem ýmsum möguleikum á notkun tungumálsins var velt upp og að sjálfsögðu var orðið TALA alltaf miðpunkturinn.  Við vonum að þetta skemmtilega verkefni eigi framtíðina fyrir sér og komi til með að efla og styðja tungumálið okkar.  (höf. Þorkell)

Myndir eru í myndasafninu skólans hér.

IMG_7780

Hjálmaævintýri Kiwanis

Föstudaginn 15. apríl fengu nemendur 1. bekkjar afhenta reiðhjólahjálma frá Kiwanis  og Eimskipafélagi Íslands.

Markmið hjálmaverkefnisins hefur verið frá upphafi að bæta öryggi barna í umferðinni með því að gefa nemendum í 1. bekk reiðhjólahjálma.  Þannig reynir Kiwanishreyfingin að auka öryggi barna og koma í veg fyrir alvarleg slys og óhöpp.  Sögu verkefnisins má rekja aftur til ársins 1990 þegar hugmyndin kviknaði á Norðurlandi.  Árið 1991 fengu öll börn í 1. bekk í grunnskólum á Akureyri reiðhólahjálma að gjöf.  Síðan þá hefur verkefnið breiðst út um allt land og jafnvel út fyrir landsteinana, meðal annars til Bandaríkjanna þar sem Kiwanishreyfingin á upptök sín. Nú seinni árin hefur Eimskipafélag Íslands verið sérlegur stuðningsaðili þessa ágæta verkefnis.

Kiwanishreyfingin var stofnuð í Detroit í Michiganfylki í Bandaríkjunum árið 1915.  Markmið hreyfingarinnar hefur verið frá upphafi að bæta samfélagið og að láta gott af sér leiða.  Stór þáttur í starfsemi hreyfingarinnar lýtur að velferð barna og þjónustu við þau.

Til gamans má geta þess að nafnið „Kiwanis“ er tekið úr máli indíánaþjóðflokks sem eitt sinn byggði það svæði þar sem Kiwanishreyfingin var stofnuð og þýðir: „Við deilum hæfileikum okkar“

Við þökkum Kiwanishreyfingunni og Eimskipafélagi Íslands kærlega fyrir okkur! (höf. Þorkell)

Fleiri myndir hér.

IMG_7730

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli 487-1241
Tónskóli 487-1485

Íþróttamiðstöð 487-1174
Verkmenntastofa 487-1155
Þorkell Ingimarsson skólastjóri 865-2258

Skólabílar:

Eystri leið 868-3539
Ytri leið 892-3126

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Leikskóli

Umsókn um vistun

Breytingar á vistunartíma

Uppsögn á leikskólavistun

Grunnskóli

Umsókn um leyfi nemanda

Einelti tilkynningarblað

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Edda G. Antonsdóttir deildarstjóri/kennsluráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8627522
edda@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

Jarðvikan

Kötlu Jarðvangsvikan  18. – 25. apríl

Skólaslit

Skólaslit verður 27. maí föstudaginn

Páskafrí

Páskafrí 19. – 28. mars

Mentor innskráning

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Tenglar

Myndir