Forsíða

Víkurskóli og Mánaland eignast útikennslusvæði

Þann 9. október fengu Víkurskóli og leikskólinn Mánaland formlega afhent glæsilegt útikennslusvæði á Syngjandum í Vík. Það voru fyrrum fulltrúar á M-lista Mýrdælinga sem höfðu frumkvæðið að verkefninu og við færum þeim miklar þakkir fyrir. Þetta svæði mun koma sér gríðarlega vel fyrir skólana og auka möguleikana á fjölbreyttri kennslu utandyra. Víkurskóli færir frumkvöðlum verkefnisins kærar þakkir fyrir.

Fleiri Myndir.

Stærðfræðifjör

Myndirnar tala sínu máli, en í dag unnum við þvert á alla bekki og komum saman í sannkölluðu stærðfræðifjöri. Samvinna, gleði og kappsemi héldust í hendur á hverri stöð og reyndi á marga þætti innan stærðfræðinnar. Verkefnið tók þrjár kennslustundir og var kappið svo mikið að fríminúturnar liðu án þess að við yrðum þess vör. Stærðfræðin er skemmtileg og fjölbreytt.

Fleiri myndir.

Heimsókn Krikketsambands Íslands

Í tilefni af evrópsku hreyfivikunni fengum við góða gesti í heimsókn í Víkurskóla. Það voru meðlimir úr íslenska landsliðinu í krikket. Þeir kynntu þessa skemmtilegu íþrótt fyrir krökkunum í 5.-10. bekk og kenndu þeim svo fyrstu skrefin í íþróttinni. Krikket er ekki mjög þekkt íþrótt á Íslandi en hún er mjög stór á heimsvísu. Við þökkum þessum góðu gestum kærlega fyrir komuna í Víkurskóla. Nánar má fræðast um krikket á Íslandi á heimasíðu sambandsins https://www.krikket.is/.

Fleiri Myndir.

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Þann 25. September hlupu nemendur Víkurskóla Ólympíuhlaup ÍSÍ. Þetta hlaup snýst fyrst og fremst um að allir taki þátt á sínum forsendum og njóti útiveru og góðrar hreyfingar. Krakkarnir máttu ráða hvort þau hlypu 2,5 km, 5 km eða 10 km. Það var mikill metnaður í krökkunum og að meðaltali fóru þau 5 km hvert. Það var góð stemning í hlaupinu og veðrið var með okkur allan tímann þrátt fyrir vætutíðina nú undanfarið. Starfsfólkið lét heldur ekki sitt eftir liggja.

Heimsókn Lögreglunnar.

Partur af því að vera þátttakendur í verkefninu Göngum í skólann er að fræðast um hvernig á að haga sér skynsamlega í umferðinni. Í dag fengum við góða heimsókn frá Lögreglunni hér í Vík sem fræddi krakkana um ýmislegt gagnlegt varðandi það að vera fótgangandi og hjólandi í umferðinni. Við erum mjög þakklát fyrir að eiga gott samstarf við Lögregluna um forvarnir.

Haustið í Víkurskóla.

Haustið flýgur áfram og nú fer kuldinn brátt að bíta í kinn. Við höfum nýtt góða daga vel til útiveru. Nemendur 1.-6. bekkjar fóru í berjaferð út á Péturseyjaraura og eldri nemendur fóru í gönguferð upp á Reynisfjall og áfram norður eftir fjallinu. Þá hafa allir hópar farið í lengri og styttri gönguferðir hér í kring. Útivistin gefur kjörið tækifæri til að fræða krakkana um náttúruna og nærumhverfið, um leið og þau fá góða hreyfingu. Hér má sjá nokkrar myndir af krökkunum í leik og starfi.

(ýta á mynd til að stækka)

Erasmus+ verkefni Víkurskóla.

Víkurskóli tekur enn á ný þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni skóla í gegnum menntaáætlun Evrópusambandsins. Erasmus+ í flokknum samstarfsverkefni skóla (e. School exchange parntership). Markmið áætunarinnar er að stuðla að auknu samstarfi og samskiptum meðal skóla og skólastiga í Evrópu. Þann 4. september sl. skrifaði skólastjóri Víkurskóla undir samstarfssamning við landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi um þátttöku skólans í þessu nýja verkefni. Samstarfsskólar Víkurskóla eru staðsettir í Þýskalandi, Póllandi, Kanaríeyjum, Grikklandi og Finnlandi. Nemendum í 8.-10. bekk  gefst kostur á að heimsækja eitt þessara landa og þá mun Víkurskóli taka á móti stórum hópi nemenda frá samstarfsskólunum í maí á næsta ári. Verkefnið sem nú er lagt upp með heitir ,,Fit for life’’. Markmið þess er að gera nemendur betur meðvitaða um hvað það er sem stuðlar að hreysti sálar og líkama. Horft verður til þátta eins og hreyfingar, næringar, sjálfsmyndar, félagsfærni og andlegrar líðan. Jafnframt munu skólarnir draga fram það sem skiptir máli í þeirra menningu sem styrkir andlega vellíðan s.s. dans, tónlist, leiklist og útivist. Skólarnir munu skipta á milli sín margskonar verkefnavinnu sem tengist inn á þessa þætti.

Jón Svanur Jóhannsson verkefnastjóri skólahluta Erasmus+, Elín Einarsdóttir skólastjóri Víkurskóla og Ágúst Hjörtur Ingþórsson forstöðumaður Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi.

Bókagjöf

Víkurskóli á marga velunnara. Einn þeirra, Tryggvi Ástþórsson, færði bókasafni skólans fullan kassa af þessum fínu og vel með förnu bókum. Þær mun aldeilis koma að góðum notum. Víkurskóli færir Tryggva bestu þakkir fyrir góðan hug og góða gjöf.

Göngum í skólann.

Víkurskóli tekur þátt í Göngum í skólann og hófst verkefnið formlega í gær 4. september og stendur til 2. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Í Víkurskóla eiga þess ekki allir kost að koma hjólandi eða gangandi í skólann og því munum við brydda upp á ýmsu utan dyra, göngu, hlaupi og leikjum á þessu tímabili. Við erum svo heppin að næsta nágrenni Víkurskóla er ein risa útikennslustofa. Fjölmargar gönguleiðir og fjölbreytt náttúra.  Þá verður fræðsla um hvernig best og öruggast er að haga ferðum sínum í umferðinni. Á fyrsta degi verkefnisins fór allur skólinn í hressilegan göngutúr í Víkurfjöru fyrir hádegismatinn og notaði tækifærið í leiðinni að plokka rusl á gönguleiðinni. Allir komu mjög hressir tilbaka.

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli Mánaland 487-1241

Íþróttamiðstöð 487-1174

Skólabílar:

487-1494

Ingi Már 894-9422

Hjördís Rut 861-0294

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Leikskóli

Umsókn um vistun

Breytingar á vistunartíma

Uppsögn á leikskólavistun

Grunnskóli

Umsókn um leyfi nemanda

Einelti tilkynningarblað

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Þórunn Jóna Hauksdóttir forstöðumaður
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 
thorunnjona@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

4. október, Þjóðleikhúsið í heimsókn

8. október, Haustball 8.-10. bekkjar í Þykkvabæ

7.-11. október, Skólabúðir á Reykjum 6.-7. bekkur

11. október, Starfsdagur

14.-18. október, Dansvika

23.-25. október, Námsmat

Erasmus+
Mentor

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Forritarar

Myndir