Forsíða

Skólaslit Víkurskóla

Víkurskóla var slitið við hátíðalega athöfn föstudaginn 29. maí s.l. Að þessu sinni voru fjórir nemendur útskrifaðir úr 10. bekk. Við sendum þeim okkar bestu framtíðaróskir. Jafnframt útskrifuðust níu nemendur úr forskóladeild og þau munu mæta glöð og kát til leiks í 1. bekk á næsta skólaári. Fyrir hönd skólans sendi ég nemendum, foreldrum og starfsfólki bestu sumarkveðjur. Jafnframt sendi ég samstarfsaðilum og velunnurum Víkurskóla kærar kveðjur með þakklæti fyrir samstarfið á skólaárinu.

Skólastjóri

Vordagar í Víkurskóla.

Hér eru myndir frá Vordögunum í skólanum. Margt skemmtilegt og fróðlegt var gert og skemmtu krakkarnir sér mjög vel.

Vordagar Myndir.

Ljósmyndasýning nemenda í ljósmyndavali

Nemendur í 7. – 10. bekk tóku þátt í stuttu ljósmyndavali á dögunum þar sem farið var m.a. yfir mynduppbyggingu og það sem þarft til að skapa skemmtilega og frumlega ljósmynd.

Nemendur fengu margvísleg verkefni að vinna úr og sýndu þau mikinn áhuga.  Í lokin var sett upp ljósmyndasýning sem sýnir frábæran afrakstur  vinnunnar.

Nemendur og starfsfólk voru kallaðir á sal þegar sýningin var formlega opnuð. Það var Sif Hauksdóttir kennari sem hafði veg og vanda af þessu flotta verkefni með nemendum.

Stærðfræðifjör 1.-6. bekkjar

Í vetur hafa nemendur í 1.-6. bekk komið saman í stærðfræðifjör. Þá vinna krakkarnir að fjölbreyttum stærðfræðiverkefnum í blönduðum aldurshópum. Í góða veðrinu um daginn fór hópurinn niður í fjöru og sett var af stað sandkastalasamkeppni. Þar reyndi á samvinnu, útsjónasemi, form og frumlegheit. Krakkarnir stóðu sig afskaplega vel og að afloknu verkefninu fengu allir hópar viðurkenningu. Flokkarnir voru:

  • Hugrekki
  • Liðsheild
  • Samvinna
  • Fara út fyrir kassann
  • Flottasti og frumlegasti sandkastalinn

Sannarlega skemmtilegt verkefni í umsjón þeirra Sifjar og Hrundar.

Fuglaskoðun í 5.-6. bekk

Partur af námsefni 5.-6. bekkjar í náttúrufræði er að læra um fugla. Krakkarnir fóru því í fuglaskoðun um daginn ásamt Victoriu náttúrufræðikennara. Ferðin var mjög gagnleg og krakkarnir vinna nú úr niðurstöðunum. Ferðin endaði auðvitað við eldsborðið heima hjá Victoriu og allir voru sáttir við að fá í svanginn eftir góða útivist.

Heimilisfræði á Syngjandanum

Krakkarnir í 5.-6. bekk fóru í skemmtilegan útikennslutíma í heimilsfræði núna fyrir stuttu. Þá kom sér nú aldeilis vel nýja eldstæðið okkar.

Samvinna skilar góðu verki!

Þessir duglegu strákar í 3.-4. byggðu þennan fjögurra hæða turn.
Leiðarljósið var samvinna, þrautseigja og gleði.

Glaðningur frá Foreldrafélagi Víkurskóla

Stjórn Foreldrafélags Víkurskóla ákvað að senda öllum nemendum í 1.-10. bekk smá glaðning í tilefni af sumarkomunni og því að nemendur hafa farið á mis við ýmislegt leikja- og tómstundastarf síðustu vikurnar vegna samkomubanns. Allir fengu afhentan frisbídisk sem hægt er nota einan og sér eða þá í frísbígolfvöllinn á útikennslusvæði skólans á Syngjandanum. Við færum félaginu okkar bestu þakkir fyrir hugulsemina. Á myndinni má sjá glaða og káta elstu nemendur skólans með gjöfina.

Forskóli í fjallgöngu

Vorið nálgast óðfluga og við höfum fengið góða útikennsludaga eftir páskafríið. Hér má sjó hópmynd af forskólanemendum ásamt Önnu Birnu. Þau fóru í fjallgöngu í dag og stóðu sig mjög vel.

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli Mánaland 487-1241

Íþróttamiðstöð 487-1174

Skólabílar:

487-1494

Ingi Már 894-9422

Hjördís Rut 861-0294

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Leikskóli

Umsókn um vistun

Breytingar á vistunartíma

Uppsögn á leikskólavistun

Grunnskóli

Umsókn um leyfi nemanda

Einelti tilkynningarblað

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Þórunn Jóna Hauksdóttir forstöðumaður
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 
thorunnjona@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

25.Maí Vordagar

26.Maí Vordagar

27.Maí Vorgleði

28.Maí Starfsdagur

29.Maí Skólaslit

Erasmus+
Mentor

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Forritarar

Myndir