Ólympíuhlaup ÍSÍ í Víkurskóla

Í dag, 19. september, þreyttu nemendur Víkurskóla Ólympíuhlaup ÍSÍ í hinu besta veðri. Allir nemendur sem voru mættir í skólann og næstum allir starfsmenn tóku þátt og stóðu sig með prýði. Nemendur gátu valið um 3 vegalendir til þess að hlaupa. Samtals hlupu þátttakendur 230 kílómetra. Allir komu endurnærðir til baka eftir þessa frábæru útiveru og lýðheilsuæfingu. (höf. Elín)