Entries by Rima Feliksasdóttir

Stóra upplestrarkeppnin í Víkurskóla 2019

Í gær var árleg skólakeppni 7. bekkinga í Stóru-upplestrarkeppninni. Krakkarnir stóðu sig með sóma og dómarar keppninnar stóðu frammi fyrir vandasömu verkefni að velja úr hópnum tvo sigurvegara. En að þessu sinni voru það Arnfríður Mára Þráinsdóttir og Helga Guðrún Ólafsdóttir sem voru hlutskarpastar. Við óskum þeim til hamingju og vitum að þær eiga eftir […]

Það er fjör í forritun!

Í þessari viku fór valhópurinn í forritun í íþróttahúsið og æfði forritun án tölvu. Sett var upp þrautabraut þar sem tveir og tveir unnu  saman, annar með bundið fyrir augun og hinn leiðbeindi í gegnum þrautina með einföldum skilaboðum. Verkefnið reyndi  á samvinnu, traust og nákvæmni alveg eins og nauðsynlegt er þegar unnið er í […]

Uppbrot í stærðfræðikennslunni

Einu sinni í mánuði er öðruvísi dagur í stærðfræðikennslunni hjá okkur í Víkurskóla. Þá vinna krakkarnir saman í skemmtilegum verkefnum þvert á aldur. Síðastliðinn föstudag 1. Mars var svona dagur. Það var sérstaklega gaman að sjá hvað elstu nemendurnir unnu vel með þeim yngri.

Lífshlaupið 2019

Sem Heilsueflandi grunnskóli fögnum við því að taka þátt í verkefnum eins og Lífshlaupinu www.lifshlaupid.is. Í fyrsta skipti tóku bæði nemendur ogstarfsfólk þátt í keppninni og gekk alveg ljómandi vel. Inn á heimasíðu verkefnisins er hægt að sjá úrslit í verkefninu. Þátttaka og áhugi í báðum hópum var mikill, 2. bekkur Víkurskóla var dregin út […]

Ruslatínsla

Í dag fóru nemendur í 7.-8.b ásamt kennara út og týndu rusl í kringum skólann. Nemendur flokkuðu ruslið í tvent pappir/plast og almennt rusl.

Heimsókn frá Fjölbrautskóla Suðurlands

Í dag 7. febrúar fengu nemendur í 9.-10. bekk heimsókn frá námsráðgjöfum Fjölbrautaskóla Suðurlands. Það er mjög jákvætt hvað framhaldsskólarnir okkar á Suðurlandi bjóða upp á jákvæðar kynningar á sínu starfi. Það undirbýr okkar krakka vel fyrir það sem koma skal, kjósi þeir að nýta sér þjónustu skólanna. Það var líka sérstaklega ánægjulegt að fá […]

Lífshlaupið

Lífshlaupið fór af stað í gær miðvikudaginn 6. febrúar.  Ekki viðraði sérstaklega vel til útihreyfingar í gær en næstu dagar líta betur út. Það er ánægjulegt að nemendur Víkurskóla taka nú í fyrsta sinn þátt í þessu verkefni. Jafnframt er starfsmannahópurinn skráður til leiks undir heitinu Víkingarnir! Markmiðið er að allir nemendur hreyfi sig umfram […]

Lestur í Víkurskóla

Eftir niðurstöður lesfimiprófa í haust ákváðum við í Víkurskóla að leggja enn meiri áherslu á lestur í skólastarfinu. Allir nemendur skólans hafa síðan þá  lesið í eina kennslustund á morgnana. Árangurinn lét heldur betur ekki á sér standa og það er ánægjulegt að segja frá því að ALLIR nemendur skólans bættu sig í lesfimi og […]

Þorrablót Víkurskóla 2019

Ein af skemmtilegu hefðum skólastarfsins er árlegt þorrablót nemenda og starfsfólks. Skólastarf var hefðbundið til klukkan 11:30 en þá hófst borðhald með tilheyrandi þorrakræsingum. Þar á eftir hittust allir á sal skólans og fulltrúar úr nemendaráði lásu upp vandaðan annál  úr skólastarfi síðasta árs. Því næst voru sungin þorralög og þar á meðal okkar sérstaka […]