Entries by Víkurskóli

Rannsóknarverkefni í Víkurskóla – Katla jarðvangur.

Katla jarðvangur og Víkurskóli, í samstarfi við Kötlusetur í Vík, hófu rannsóknarverkefni fyrir nemendur í Víkurskóla þann 12. janúar 2021. Verkefnið gengur út á að rannsaka strandlínu- og fjörubreytingar í Víkurfjöru á næstu árum. Verkefnið felur í sér að nemendur í 5.-10. bekk mæla upp 6 snið í Víkurfjöru ásamt því að mæla kornastærðirnar á […]

Heimsókn frá Björgunarsveitinni Víkverja

Í dag komu tveir félagar úr Björgunarsveitinni Víkverja í heimsókn til nemenda í 8.-10. bekk. Það voru þeir Einar Guðnason og Sigurður Ásgrímur Gíslason sem báðir eru fyrrum nemendur í Víkurskóla. Þeir kynntu starf sveitarinnar og sögðu frá ungliðanámskeiði sem til stendur að halda hjá sveitinni. Krakkarnir voru mjög áhugasöm og öruggt að í hópnum […]

stærðfræðifjör hjá 3. – 7. bekk

Það ríkir oft mikil gleði og áhugi í stærðfræðifjöri hjá 3. – 7. bekk enda verið að vinna að skapandi verkefnum í stærðfræði á fjölbreytilegan hátt. Síðasta viðfangsefni krakkanna var að hanna og skapa bát sem gæti siglt niður Víkuránna . Í verkefninu reyndi á  útsjónasemi, samvinnu og  ígrundun og var hver báturinn á fætur […]

Í tilefni af Degi gegn einelti 8. nóvember

  Þann 8. nóvember var baráttudagur gegn einelti. Í Víkurskóla voru fjölbreytt viðfangsefni tengd umfjöllun um einelti. Starfsfólk og nemendur unnu eitt sameiginlegt verkefni sem fólst í því að hver og einn útbjó og skreytti púsl sem síðan var raðað upp í eitt stórt mynverk. Markmið verksins er að draga fram með myndrænum hætti að […]

Hrekkjavakan

Hrekkjavakan var skemmtileg tilbreyting í skólastarfinu. Nornir komu ríðandi á kústi, …og breyttu nemendum í alls konar furðuverur…allir bjuggu til kóngulær, svo var lesin Draugasaga, Sigrúnar Eldjárn…við skulfum á beinunum, …en komumst svo að því að þetta var glamrið í beinagrindinni á DRAUGAGANGINUM í sögunni….  

Orðsending vegna nýrrar reglugerðar Covid-19

Vegna nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðuneytisins um takmörkun á skólastarfi vegna Covid 19 þá er Víkurskóli lokaður fyrir gestakomur frá og með 3. nóvember til og með 17. nóvember n.k. Þeir sem eiga bókað viðtal eða hafa látið vita af komu sinni eru beðnir um að vera með andlitsgrímu. Aðgerðir Víkurskóla til að uppfylla tilmæli reglugerðarinnar verða […]

Kynning á gagnvirkri heimasíðu – kennslustund með tveimur öðrum skólum

Í dag var merkileg kennslustund hjá nemendum í 7.-10. bekk að tilstuðlan Kötlu jarðvangs, Reykjanes jarðvangs og Veðurstofu Íslands. Nemendur fengu kynningu og kennslu á heimasíðuna Íslensk eldjöll www.islenskeldfjoll.is sem er gagnvirk vefsjá og uppflettirit. Tilefni þessa verkefnis er alþjóðlegur dagur náttúruvár sem er 13. október. Þetta er að öllum líkindum í fyrsta skipti sem […]

Listakotið

Í haust voru gerðar miklar lagfæringar. Nú er óðum að komast skapandi og notalegur blær á allt. Unga listafólkið er niðursokkið í margs konar listsköpun. Þroskandi og gefandi.