Entries by Víkurskóli

Kynning á gagnvirkri heimasíðu – kennslustund með tveimur öðrum skólum

Í dag var merkileg kennslustund hjá nemendum í 7.-10. bekk að tilstuðlan Kötlu jarðvangs, Reykjanes jarðvangs og Veðurstofu Íslands. Nemendur fengu kynningu og kennslu á heimasíðuna Íslensk eldjöll www.islenskeldfjoll.is sem er gagnvirk vefsjá og uppflettirit. Tilefni þessa verkefnis er alþjóðlegur dagur náttúruvár sem er 13. október. Þetta er að öllum líkindum í fyrsta skipti sem […]

Listakotið

Í haust voru gerðar miklar lagfæringar. Nú er óðum að komast skapandi og notalegur blær á allt. Unga listafólkið er niðursokkið í margs konar listsköpun. Þroskandi og gefandi.  

Kötludagur – Kötlusögur

Í haust fengum við góða gjöf frá einum af velunnurum skólans honum Þóri Kjartanssyni. Hann færði okkur eintak af heimildarmynd sem hann hefur gert um eldstöðina Kötlu. Það fór vel á því að fá Þóri í heimsókn í dag til að kynna myndina fyrir frumsýningu og hvað það var sem dreif hann áfram við að […]

Bleiki dagurinn í Víkurskóla

Í tilefni af Bleika deginum í dag 16. október lögðu nemendur og kennarar í Víkurskóla sig fram um að klæðast einhverju bleiku eða koma með bleika fylgihluti. Bleiki dagurinn er okkur hvatning til að sýna stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra. Hér má sjá nemendur og kennara í 1.-2. bekk í […]

Náttúrfræði á unglingastigi

Nemendur unglingadeildar hafa seinustu vikurnar verið að læra um lífverur í náttúrufræðinni og einn liður í þeirri kennslu  er að læra að kryfja fisk. Markmiðið með verkefninu er að nemendur fái að skoða lífveru úr íslenskri náttúrú nánar; ræða uppbyggingu lífveru og líffærafræði, hvernig útlit og líkamsbyggingu spegla lifnaðarhættir auk þess sem tilgangurinn er að […]

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Einn af föstum liðum í skólastarfinu er að allir nemendur og starfsmenn taka þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Að þessu sinni varð 9. október fyrir valinu og má með sanni segja að þetta hafi verið einn af dásamlegustu og veðurblíðustu dögum haustsins. Krakkarnir stóðu sig afskaplega vel. Þau gátu valið á milli þriggja vegalengda í hlaupinu, […]

Útivistarval

Nemendur í útivistarvali á unglingastigi hafa í haust tekist á við ýmsar áskoranir eins og að klífa fjöll, kveikja eld og grilla pylsur í hagléli. Jafnframt hafa krakkarnir fræðst um ýmislegt sem tengist því að stunda útivist. Við búum svo vel í nærumhverfi Víkurskóla að hafa aðgang að fallegum gönguleiðum og stöðum til að skoða. […]

Alþjóðlegi göngum í skólann dagurinn 7. október

Hvatningarverkefninu Göngum í skólann lauk formlega þann 7. október sl. á alþjóðlega ,,Göngum í skólann deginum’’. Krakkarnir í Víkurskóla voru almennt mjög dugleg í verkefninu og svo var auka hreyfingu bætt inn í skólavikuna til að koma til móts við þá sem eru í skólaakstri og ekki hafa tækifæri til að ganga í skólann. Hér […]

Dagur íslenskrar náttúru

Á degi íslenskrar náttúru fóru nemendur, 1. og 2. bekkjar og gerðu náttúrulistaverk í Víkurfjöru. Á leiðinni fræddust nemendur um haustið, örnefni og það sem fyrir augu bar á leiðinni, síðan vöru sköpuð mismunandi listaverk, allt eftir innblæstri nemenda. Þau söktu sér í listsköpunina. Þegar heim var komið töluðum við um Ómar Ragnarsson, sem dagurinn […]