Entries by Víkurskóli

Ljósmyndasýning nemenda í ljósmyndavali

Nemendur í 7. – 10. bekk tóku þátt í stuttu ljósmyndavali á dögunum þar sem farið var m.a. yfir mynduppbyggingu og það sem þarft til að skapa skemmtilega og frumlega ljósmynd. Nemendur fengu margvísleg verkefni að vinna úr og sýndu þau mikinn áhuga.  Í lokin var sett upp ljósmyndasýning sem sýnir frábæran afrakstur  vinnunnar. Nemendur […]

Stærðfræðifjör 1.-6. bekkjar

Í vetur hafa nemendur í 1.-6. bekk komið saman í stærðfræðifjör. Þá vinna krakkarnir að fjölbreyttum stærðfræðiverkefnum í blönduðum aldurshópum. Í góða veðrinu um daginn fór hópurinn niður í fjöru og sett var af stað sandkastalasamkeppni. Þar reyndi á samvinnu, útsjónasemi, form og frumlegheit. Krakkarnir stóðu sig afskaplega vel og að afloknu verkefninu fengu allir […]

Fuglaskoðun í 5.-6. bekk

Partur af námsefni 5.-6. bekkjar í náttúrufræði er að læra um fugla. Krakkarnir fóru því í fuglaskoðun um daginn ásamt Victoriu náttúrufræðikennara. Ferðin var mjög gagnleg og krakkarnir vinna nú úr niðurstöðunum. Ferðin endaði auðvitað við eldsborðið heima hjá Victoriu og allir voru sáttir við að fá í svanginn eftir góða útivist.

Glaðningur frá Foreldrafélagi Víkurskóla

Stjórn Foreldrafélags Víkurskóla ákvað að senda öllum nemendum í 1.-10. bekk smá glaðning í tilefni af sumarkomunni og því að nemendur hafa farið á mis við ýmislegt leikja- og tómstundastarf síðustu vikurnar vegna samkomubanns. Allir fengu afhentan frisbídisk sem hægt er nota einan og sér eða þá í frísbígolfvöllinn á útikennslusvæði skólans á Syngjandanum. Við […]

Forskóli í fjallgöngu

Vorið nálgast óðfluga og við höfum fengið góða útikennsludaga eftir páskafríið. Hér má sjó hópmynd af forskólanemendum ásamt Önnu Birnu. Þau fóru í fjallgöngu í dag og stóðu sig mjög vel.