Entries by Víkurskóli

Á Litlu-jólum Víkurskóla voru veittar viðurkenningar fyrir bestu hugmynd að merki fyrir Erasmus+ verkefnið okkar. Efnt var til samkeppni innan skólans í 5.-10. bekk um merki. Fjölmargar góðar hugmyndir bárust. Valin voru þrjú merki til að senda inn í samkeppni á netinu við hina skólana sem við vinnum með. Okkar merki hlutu ekki brautargengi í […]

Aðventuferð á Syngjandann

Aðventan er dásamlegur tími og við nýtum hana til þess að eiga góðar stundir saman. Eitt af því sem við gerðum var að fara öll saman á Syngjandann og nýta okkur þá fínu útikennslustofu. Nemendur í 9.-10. bekk fóru á undan og undirbjuggu eldstæðið og tálguðu grillpinna. Þannig að allt var klárt þegar stóri hópurinn […]

Flóaskóli kom í heimsókn

Starfsfólk Flóaskóla kom í heimsókn í Víkurskóla í gær miðvikudaginn 27. nóvember. Þau fengu fræðslu um skólann og þær áherslur sem við setjum á oddinn í skólstarfinu. Þau höfðu sérstakan áhuga á að skoða nýja útikennslusvæðið okkar og endaði heimsóknin þar. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Við fengum góða gjöf!

Hún Guðrún Hildur er einn af velunnurum Víkurskóla auk þess sem hún á tæp 5% nemenda í skólanum. Í dag færði hún nemendum í forskóla þessu fínu endurskinsvesti sem koma sér heldur betur vel núna í skammdeginu. Á myndinni má sjá Guðrúnu Hildi og Önnu Birnu umsjónarmann Dægradvalar Víkurskóla. Við færum Guðrúnu Hildi okkar bestu […]

Forskóli í Víkurskóla

Þann 18. nóvember sl fjölgaði um 9 nemendur í Víkurskóla en þá flutti elsti árgangurinn á leikskólanum Mánalandi yfir í Víkurskóla.  Þessi flotti hópur vinnur eftir áherslum námskrár leikskóla en mun að sjálfsögðu taka þátt í samstarfi við krakkana í grunnskólanum. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin!    

Kaffihúskvöld

Árlegt kaffihúskvöld Víkurskóla í tilefni af degi íslenskrar tungu fór fram 14. nóvember sl. Að þessu sinn sáu nemendur og kennarar alfarið um dagskrána. Í tilefni af 200 ára ártíð Jóns Árnasonar þjósagnasafnara fluttu nemendur dagksrá sem tengdist þjóðsögum. Nemendur 8. bekkjar fluttu kynningu um líf og starf Jóns, nemendur 7. bekkjar lásu upp þjóðsöguna […]