Entries by Víkurskóli

Hrekkjavaka 5.-10. bekkjar

Þann 31. október héldu krakkarnir í 5.-10. bekk hrekkjavökuball. Nemendaráðið tók að sér skipulagningu og skreytingar og krakkarnir í 5.-6. bekk aðstoðuðu við að gera dýrindis veisluborð að hætti Victoriu umsjónarkennara 9.-10. bekkjar. Farið var í leiki og auðvitað hina sívinsælu limbókeppni. Sjoppan var líka á sínum stað. Virkilega vel heppnaður viðburður hjá krökkunum. Fleiri […]

Pólskukennsla í Víkurskóla

Í Víkurskóla eru 5 nemendur sem eiga pólsku að móðurmáli. Það er mikilvægt að styrkja og efla móðurmálið og því fá krakkarnir 2 kennslustundir á viku í pólsku. Við erum svo heppin að hafa í okkar samfélagi menntaðan kennara sem getur sinnt þessum börnum. Hann heitir Zbignew Rutkowski og við bjóðum hann velkomin í hópinn. […]

Skáld í skólum – heimsókn í Víkurskóla

Í dag 24. október fengum við góða heimsókn frá Rithöfundasambandi Íslands. Það voru rithöfundarnir og fræðafólkið Eva Rún Þorgeirsdóttir og Sævar Helgi Bragason. Bæði hafa þau skrifað mikið fyrir börn og fullorðna ásamt því að vinna við dagskrárgerð hjá Krakka RÚV. Þau spjölluðu  við krakkana í 5.-8. bekk um hvernig bækur geta breytt heiminum og […]

Dans í Víkurskóla

Vikuna 14.-18. október var okkar ágæti danskennari Jón Pétur hjá okkur og kenndi krökkunum grunnspor í dansi og framkomu á dansgólfinu. Í lok vikunnar var svo opin dansæfing þar sem foreldrum / forráðamönnum var boðið að koma og fylgjast með. Æfingunni lauk með því að allir fóru út á dansgólfið og dönsuðu saman. Að venju […]

Rýmingaræfing vegna mögulegs eldgoss í Kötlu

Mánudaginn 14. október var hefðbundin rýmingaræfing vegna mögulegs eldgoss í Kötlu. Æfingin fór fram í samstarfi við Slökkvilið Mýrdalshrepps, Lögregluna og Víkurdeild Rauða kross Íslands. Æfingin tókst mjög vel og stóðu allir nemendur sig gríðarlega vel. Þessi æfing var sérstök að því leyti að hún var jafnframt kvikmynduð af belgískum kvikmyndagerðarmönnum sem hafa um nokkurra […]

Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði

Dagana 7.-11. október sl. fóru 12 nemendur, 6.-7. bekkjar  Víkurskóla í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Lagt var af stað eldsnemma á mánudagsmorgni og komið í Hrútafjörðinn laust fyrir hádegi. Þá tók við fimm daga dagskrá fyrir krakkana þar sem fléttað var saman námi, leik og félagslífi. Krakkarnir voru í alla staði mjög ánægð með […]

Víkurskóli og Mánaland eignast útikennslusvæði

Þann 9. október fengu Víkurskóli og leikskólinn Mánaland formlega afhent glæsilegt útikennslusvæði á Syngjandum í Vík. Það voru fyrrum fulltrúar á M-lista Mýrdælinga sem höfðu frumkvæðið að verkefninu og við færum þeim miklar þakkir fyrir. Þetta svæði mun koma sér gríðarlega vel fyrir skólana og auka möguleikana á fjölbreyttri kennslu utandyra. Víkurskóli færir frumkvöðlum verkefnisins […]

Stærðfræðifjör

Myndirnar tala sínu máli, en í dag unnum við þvert á alla bekki og komum saman í sannkölluðu stærðfræðifjöri. Samvinna, gleði og kappsemi héldust í hendur á hverri stöð og reyndi á marga þætti innan stærðfræðinnar. Verkefnið tók þrjár kennslustundir og var kappið svo mikið að fríminúturnar liðu án þess að við yrðum þess vör. […]

Heimsókn Krikketsambands Íslands

Í tilefni af evrópsku hreyfivikunni fengum við góða gesti í heimsókn í Víkurskóla. Það voru meðlimir úr íslenska landsliðinu í krikket. Þeir kynntu þessa skemmtilegu íþrótt fyrir krökkunum í 5.-10. bekk og kenndu þeim svo fyrstu skrefin í íþróttinni. Krikket er ekki mjög þekkt íþrótt á Íslandi en hún er mjög stór á heimsvísu. Við […]