Entries by Víkurskóli

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Þann 25. September hlupu nemendur Víkurskóla Ólympíuhlaup ÍSÍ. Þetta hlaup snýst fyrst og fremst um að allir taki þátt á sínum forsendum og njóti útiveru og góðrar hreyfingar. Krakkarnir máttu ráða hvort þau hlypu 2,5 km, 5 km eða 10 km. Það var mikill metnaður í krökkunum og að meðaltali fóru þau 5 km hvert. […]

Heimsókn Lögreglunnar.

Partur af því að vera þátttakendur í verkefninu Göngum í skólann er að fræðast um hvernig á að haga sér skynsamlega í umferðinni. Í dag fengum við góða heimsókn frá Lögreglunni hér í Vík sem fræddi krakkana um ýmislegt gagnlegt varðandi það að vera fótgangandi og hjólandi í umferðinni. Við erum mjög þakklát fyrir að […]

Haustið í Víkurskóla.

Haustið flýgur áfram og nú fer kuldinn brátt að bíta í kinn. Við höfum nýtt góða daga vel til útiveru. Nemendur 1.-6. bekkjar fóru í berjaferð út á Péturseyjaraura og eldri nemendur fóru í gönguferð upp á Reynisfjall og áfram norður eftir fjallinu. Þá hafa allir hópar farið í lengri og styttri gönguferðir hér í […]

Erasmus+ verkefni Víkurskóla.

Víkurskóli tekur enn á ný þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni skóla í gegnum menntaáætlun Evrópusambandsins. Erasmus+ í flokknum samstarfsverkefni skóla (e. School exchange parntership). Markmið áætunarinnar er að stuðla að auknu samstarfi og samskiptum meðal skóla og skólastiga í Evrópu. Þann 4. september sl. skrifaði skólastjóri Víkurskóla undir samstarfssamning við landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi um þátttöku […]

Bókagjöf

Víkurskóli á marga velunnara. Einn þeirra, Tryggvi Ástþórsson, færði bókasafni skólans fullan kassa af þessum fínu og vel með förnu bókum. Þær mun aldeilis koma að góðum notum. Víkurskóli færir Tryggva bestu þakkir fyrir góðan hug og góða gjöf.

Göngum í skólann.

Víkurskóli tekur þátt í Göngum í skólann og hófst verkefnið formlega í gær 4. september og stendur til 2. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Í Víkurskóla eiga þess ekki allir kost […]