Entries by Víkurskóli

Fjör í Hjallarofinu

Loksins fengum við frábæra útivistardaga í síðustu viku og nýttu nemendur þá aldeilis vel. Dægradvalarhópurinn fór að renna í Hjallarofinu og það gerðu krakkarnir í forskólahópnum líka. Hér er mynd af þessum flotta hópi. Þau voru ótrúlega dugleg að pjakka upp hlíðina ferð eftir ferð. Sannarlega góð og holl útivist.

Lífshlaupið 2020

Þann 5. febrúar hefst Lífshlaupið í Víkurskóla. Þetta er annað árið sem við tökum þátt í þessu skemmtilega verkefni sem fram fer á landsvísu. Allir nemendur ætla að taka þátt og starfsmenn láta ekki sitt eftir liggja. Við hvetjum foreldra til að leggja verkefninu lið. Nemendakeppnin stendur yfir í 2 vikur. Hér er upplýsingabréf vegna […]

Þorrablót Víkurskóla

Að venju var þorra blótað í Víkurskóla. Blótið gekk í alla staði vel og allir hefðbundnir fastir liðir á dagskrá. Nemendur og starfsfólk borðuðu þorramat saman. Eftir matinn komu allir saman á sal skólans og sungu þorralög og nemendaráðið flutti vandaðan annál sem tók á helstu viðburðum í skólastarfinu milli blóta. Að þessari dagskrá lokinni […]

Listasmiðja í Víkurskóla

Sögur af sjónum Listakonurnar Ásthildur Jónsdóttir og Guðbjörg Lind Jónsdóttir komu í heimsókn í Víkurskóla með Listasmiðjuna Sögur af sjónum.  Heimsóknin er liður í  jarðvangsfræðslu Víkurskóla, en skólinn er einn af þremur jarðvangsskólum Kötlu Geopark. Allir nemendur í 1.-10. bekk tóku þátt. Í  verkefninu er lögð áhersla á að vinna listrænt með minningar og tilfinningar […]

Ferðaskrifstofur í Víkurskóla

Nemendur í 7.-8. bekk hafa að undanförnu unnið að skemmtilegu verkefni með Sif Hauksdóttur kennara. Það fólst í því að velja land, borg eða svæði, kynna sér það rækilega og útbúa fjölbreytt kynningarefni. Lokaverkefnið var svo að setja upp ferðaskrifstofubás í skólanum. Nemendum í 5.-10. bekk og starfsmönnum var boðið í heimsókn til ferðaskrifstofanna til […]

Á Litlu-jólum Víkurskóla voru veittar viðurkenningar fyrir bestu hugmynd að merki fyrir Erasmus+ verkefnið okkar. Efnt var til samkeppni innan skólans í 5.-10. bekk um merki. Fjölmargar góðar hugmyndir bárust. Valin voru þrjú merki til að senda inn í samkeppni á netinu við hina skólana sem við vinnum með. Okkar merki hlutu ekki brautargengi í […]

Aðventuferð á Syngjandann

Aðventan er dásamlegur tími og við nýtum hana til þess að eiga góðar stundir saman. Eitt af því sem við gerðum var að fara öll saman á Syngjandann og nýta okkur þá fínu útikennslustofu. Nemendur í 9.-10. bekk fóru á undan og undirbjuggu eldstæðið og tálguðu grillpinna. Þannig að allt var klárt þegar stóri hópurinn […]

Flóaskóli kom í heimsókn

Starfsfólk Flóaskóla kom í heimsókn í Víkurskóla í gær miðvikudaginn 27. nóvember. Þau fengu fræðslu um skólann og þær áherslur sem við setjum á oddinn í skólstarfinu. Þau höfðu sérstakan áhuga á að skoða nýja útikennslusvæðið okkar og endaði heimsóknin þar. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.