Brúðuleikhús

Í dag bauð Þjóðleikhúsið í samstarfi við Brúðuheima nemendum í 1.-6. bekk og elsta hópi leikskólans upp á leiksýningu. Sýningin heitir Sögustund og henni stýrir brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik. Þessi sýning fer vítt og breitt um landið og er viðleitni Þjóðleikhússins til að verða meira þjóðleikhús. Við þökkum Þjóðleihúsinu kærlega fyrir komuna til okkar. Skólinn fékk sýningarastöðu á Hótel Kötlu og færum við staðarhöldurum þar bestu þakkir fyrir. (höf. Elín E.)