Á Litlu-jólum Víkurskóla voru veittar viðurkenningar fyrir bestu hugmynd að merki fyrir Erasmus+ verkefnið okkar. Efnt var til samkeppni innan skólans í 5.-10. bekk um merki. Fjölmargar góðar hugmyndir bárust. Valin voru þrjú merki til að senda inn í samkeppni á netinu við hina skólana sem við vinnum með. Okkar merki hlutu ekki brautargengi í samkeppninni en þau voru samt öll mjög frambærileg. Á myndinni má sjá vinningshafa innan skólans; Í 1. sæti voru Arnfríður Mára og Agnes, í 2. sæti Tara Karitas og í 3. sæti Johan Olof Ísóflur. Við óskum þeim til hamingju og þökkum jafnframt öllum þeim sem sendu inn merki fyrir þátttökuna.

Aðventuferð á Syngjandann

Aðventan er dásamlegur tími og við nýtum hana til þess að eiga góðar stundir saman. Eitt af því sem við gerðum var að fara öll saman á Syngjandann og nýta okkur þá fínu útikennslustofu. Nemendur í 9.-10. bekk fóru á undan og undirbjuggu eldstæðið og tálguðu grillpinna. Þannig að allt var klárt þegar stóri hópurinn mætti. Við vorum svo heppin að Grýla átti leið hjá og slóst í för með okkur. Hún gat frætt okkur um ýmislegt úr gamla og nýja tímanum. Þá veitti krummi okkur mikla athygli og auðvitað var lagið teki fyrir hann. Afskaplega vel heppnuð stund á Syngjandanum og veðrið gat ekki verið betra. Myndirnar tala sínu máli.

Fleiri Myndir

Flóaskóli kom í heimsókn

Starfsfólk Flóaskóla kom í heimsókn í Víkurskóla í gær miðvikudaginn 27. nóvember. Þau fengu fræðslu um skólann og þær áherslur sem við setjum á oddinn í skólstarfinu. Þau höfðu sérstakan áhuga á að skoða nýja útikennslusvæðið okkar og endaði heimsóknin þar. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Erasmus+hópurinn í fyrstu ferð

Þessi flotti hópur er nú staddur í fyrstu nemendaferð verkefnisins Fit for Life í Póllandi. Þeirra bíður þétt dagskrá með fullt af spennandi verkefnum og viðburðum.

Jóladagskrá Víkurskóla

PDF skjal

Við fengum góða gjöf!

Hún Guðrún Hildur er einn af velunnurum Víkurskóla auk þess sem hún á tæp 5% nemenda í skólanum. Í dag færði hún nemendum í forskóla þessu fínu endurskinsvesti sem koma sér heldur betur vel núna í skammdeginu. Á myndinni má sjá Guðrúnu Hildi og Önnu Birnu umsjónarmann Dægradvalar Víkurskóla. Við færum Guðrúnu Hildi okkar bestu og einlægustu þakkir fyrir gjöfina

 

Forskóli í Víkurskóla

Þann 18. nóvember sl fjölgaði um 9 nemendur í Víkurskóla en þá flutti elsti árgangurinn á leikskólanum Mánalandi yfir í Víkurskóla.  Þessi flotti hópur vinnur eftir áherslum námskrár leikskóla en mun að sjálfsögðu taka þátt í samstarfi við krakkana í grunnskólanum. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin!

 

 

Kaffihúskvöld

Árlegt kaffihúskvöld Víkurskóla í tilefni af degi íslenskrar tungu fór fram 14. nóvember sl. Að þessu sinn sáu nemendur og kennarar alfarið um dagskrána. Í tilefni af 200 ára ártíð Jóns Árnasonar þjósagnasafnara fluttu nemendur dagksrá sem tengdist þjóðsögum. Nemendur 8. bekkjar fluttu kynningu um líf og starf Jóns, nemendur 7. bekkjar lásu upp þjóðsöguna um Höfðabrekku-Jóku. Þess má geta að Stóra upplestrarkeppnin hefst á degi íslenskrar tungu þannig að þetta var fyrsti formlegi upplestur krakkana í 7. bekk.  Krakkarnir í 5.-6. bekk  léku og lásu þekktar frásagnir af Bakkabræðrum og nemendur í 1.-4. bekk sungu og léku þjóðsöguna um Kirkjusmiðinn á Reyni. Þá sungu nemendur í 1.-6. bekk undir stjórn Önnu Björnsdóttur, m.a þekkt lög við texta Jónasar Hallgrímssonar sem er afar viðeigandi því dagur íslenskrar tungu er einmitt haldinn hátíðlegur á fæðingardegi hans. Síðast en ekki síst var öllum gestum boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð að dagskrá lokinni. Afskaplega vel heppnað kvöld í Víkurskóla.