Óvissan

Í dag fórum við í 1. og 2.bekk ásamt elstu piltum leikskólans í gönguferð út í óvissuna. Við höfðum með okkur nesti og nutum útiverunar, hoppuðum í pollunum sem á vegi okkar voru, skoðuðum hreiður og hlustuðum á fuglana. (h. Halla O.)

ovissu ferð 1-2 bekkur 030 ovissu ferð 1-2 bekkur 032

 

Comenius

Unglingadeildin ásamt 4 kennurum Víkurskóla hefa unnið  í Comeniusar verkefni í samstarfi við 6 önnur lönd í Evrópu. Verkefnið fjallar um verndun á náttúru (eco-tourism). Í mars síðastliðnum fór hópur frá okkur til Ungverjalands. Dagana 8.-13. maí koma 10 nemendur til okkar frá Belgíu, Ungverjalandi og Þýskalandi ásamt kennurum sínum. Gestanemendur munu gista heima hjá nemendum Víkurskóla og er búið að setja saman fjölbreytta, skemmtilega og fræðandi dagskrá.(h.Ástþór)
20140321_121704

1395299965088

Sáning er hafin

Nú er sáning hafin hjá fyrsta og öðrum bekk og var mikill handagangur í öskjunni eins

og sjá má á meðfylgjandi myndum.

kristoferr 002 kristoferr 006 kristoferr 008

Maxímús músíkús ferð

Hluti af nemendum leikskóladeildar og yngsta stig grunnskóladeildar fóru í alvöru bæjarferð á dögunum. Ferðinni var heitið á Selfoss á sinfoníutónleika í boði sinfoníuhljómsveitar Íslands að sjá verkið Maxímús músíkús kætist í kór. Eftir sýninguna var snædd  pizza og svo fórum við í heimsókn í mjólkurbúið þar sem okkur var sýnt fræðslumyndband um mjólkurframleiðslu og vinnslu ásamt því að börnin lærðu að gera skyr og rjóma. Það var mikið ævintýri fyrir börnin að fara í svona ferð, sitja í rútu og ekki síst að horfa á tónleika með allri þessari flóru hljóðfæra innan um hundruði sunnlenskra leik og grunnskólabarna. Nemendur voru þreyttir en sælir eftir skemmtilegan dag.

max3

max1

max2

 

 

 

 

 

 

 

Árshátíð


Enga fordóma

Hljómsveitin pollapönk  nær vel til leikskólabarna enda inniheldur bandið tvo leikskólakennara. Framlag Íslands til eurovision keppninnar í ár er eins og flestir vita flutt af pollapönk og heitir enga fordóma. Okkur fullorðna fólkinu finnst ef til vill lagið ekki rétt framlag til keppninnar en börnin eru flest á öðru máli. Það besta við lagið er að það inniheldur heilmikla siðferðis og félagsfræðikennslu sem að grípur börnin á skemmtilegan hátt og skilur eftir boðskap til þeirra sem að er afar mikilvægur. Að auki inniheldur lagið heilmikinn orðaforða sem að gaman er að kryfja með börnunum hvað þýðir. Við höfum unnið mikið með þetta lag að undanförnu á leikskóladeildinni og fluttum lagið á árshátíð Víkurskóla. Við notuðum nýja Ipadinn okkar til að taka upp myndband af flutningnum sem sjá má hér. Afar skemmtileg vinna sem að skilar sér á margan hátt inn í leikskólastarfið.

pollap

Gjöf til leikskóladeildar

Þau Kolbrún Ósk og Sigurður Gýmir komu færandi hendi til okkar á leikskólann í dag með Ipad sem að þau færðu leikskólanum að gjöf. Ipad er tæki sem er mjög myndrænt, gagnvirt og spennandi í notkun fyrir leikskólabörn. Við erum afar sæl og innilega þakklát með gjöfina sem að mun nýtast vel við leik og störf á leikskólanum.

ipad

Árshátíð Víkuskóla

Miðvikudaginn 9. apríl er árshátíð Víkurskóla haldin í Leikskálum og hefst skemmtunin kl. 19:30. Nemendur hafa æft stíft og foreldrar bakað með kaffinu. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og rennur hann óskiptur í nemendasjóð. Við hvetjum alla til að mæta og eiga góða stund með okkur.

Dugnaðarforkar á ferð.

Dugnaðarforkar á ferð.

Börnin í 1. – og 2. bekk settu sér það markmið í byrjun árs að láta lestrarorminn í skólastofunni sinni ná í skottið á sér áður en skólinn væri búin í vor. Á mánudag 31.mars náði hann í skottið á sér. Þau byrjuðu á orminum strax í haust og náðu markmiðum sínum með lengdina á honum fyrir jól og endurtóku leikinn aftur núna. Fyrir hverja lesna bók fá þau einn miða sem þau setja á orminn. Þau hafa lesið samtals hvorki meira né minna en 197 bækur frá 3.janúar. Halla umsjónakennari þeirra lofaði þeim pizzapartýi ef þau næðu þessu markmiði og nú er komið að því að efna það loforð. Á morgun fimmtudag fara þau með skólabíl  í Þórisholt í pizzu partý.

2014-04-02 ormurinn

Dagur barnabókarinnar

Í dag 2. apríl er alþjóðlegur dagur barnabókarinnar, fæðingardagur H.C. Andersens. Í tilefni dagsins er smásaga eftir Þórarinn Eldjárn frumflutt í útvarpinu kl. 9:10 og hlustuðu allir nemendur grunnskóladeildar Víkurskóla.

Það er IBBY á Íslandi sem stendur fyrir þessum viðburði og færir íslenskum börnum söguna að gjöf. Hægt er að nálgast söguna á vef RUV.

ormurinn langi 021ormurinn langi 019