Lögregluheimsókn

Fulltrúar lögreglunnar á Suðurlandi heimsóttu nemendur í 1.-10. bekk Víkurskóla í dag. Þar sem reiðhjólin eru komin í fulla notkun var vel við hæfi að rifja upp það sem þarf að hafa í huga varðandi reiðhjólin. Glitaugu, bremsur, ljós og bjalla allt atriði sem verða að virka vel. Þá var farið yfir hjálmanotkun og stillingar en hjálmanotkun er svo sannarlega til fyrirmyndar hjá nemendum skólans. Eldri nemendur fengu einni fræðslu um dráttarvélar, birhjól og torfærutæki. Við þökkum þeim Þorsteini og Emil lögreglumönnum kærlega fyrir heimsóknina og fræðsluna. (höf. Kolbrún Ósk)

Danskennsla

Vikuna 9.-13. september var Jón Pétur Úlfljótsson danskennari í skólanum.  Vikan leið hratt, eins og oft vill verða þegar spennandi hlutir eru í gangi.  Dansvikunni  lauk að venju með danssýningu fyrir gesti og gangandi. (höf. Þorkell)

Myndir má sjá hér.

Skólaslit Víkurskóla

Skólaslit Víkurskóla fara fram á sal skólans miðvikudaginn 27. maí kl. 14:00. Þar verða nemendur útskrifaðir úr grunnskóla og einnig verða elstu nemendur leikskóladeildar útskrifaðir úr leikskóla.

Fatasund

Fleiri myndir í myndaalbúmi

IMG_4875

Dans í næstu viku

Í næstu vikur verður dans í Víkurskóla. Jón Pétur kemur til okkur líkt og undanfarin ár. Vegna þessa verður örlítil breyting á skólaakstri þessa viku. 1. – 4. bekkur fer frá Víkurskóla kl. 14:20 á mánudag og miðvikudag 5. – 10. bekkur fer frá Víkurskóla kl. 16:00 (þriðjudagur óbreyttur) . Á fimmtudag verður akstur kl. 16 að lokinn sýningunni.

 

Hópastarf á leikskóladeild

Þessir piltar voru mjög einbeittir að perla í hópastarfi í dag. Það má ekki gleyma með öfluga, kröftuga drengi að lauma fínhreyfinga vinnu inn í starfið.

10177865_911696238893194_3590947315767105792_n

Láttu drauminn rætast

Nemendur í 7. – 10. bekk fengu góða heimsókn í dag frá Þorgrími Þráinssyni. Hann var með fyrirlestur sem nefnist ,,Láttu drauminn rætast” þar sem fjallað var um að setja sér markmið og að ákveða hvernig manneskja við viljum vera.

þorgrimur (11)

 

 

 

 

 

Gjöf til leikskóladeildar

Fyrir helgi afhentu hjónin Bryndís og Ársæll hjá Framrás, skólanum leiktæki á lóð leikskóladeildarinnar.  Á meðfylgjandi myndum má sjá Bryndísi afhenda tækið að viðstaddri sveitarstjórn Mýrdalshrepps og sveitarstjóra. Skólinn þakkar kærlega fyrir góða gjöf.

 

Leiktæki

Hlaupið fyrir Unicef

Í dag hlupu nemendur 1. – 5. bekkjar til styrktar Unicef – hreyfingunni. Nemendur fóru með umslag heim fyrir helgi til að safna áheitum. Í dag hlupu þeir svo hver sem betur gat og einbeitingin skein úr hverju andliti og allir lögðu sig fram um að safna sem mestu. Þarna styrkja nemendur Víkurskóla starf Unicef í þágu barna í heiminum um leið og þau stunda holla útivist.

Unicef 007

Skíðaferð frestað

Skíðaferðin sem átti að vera á morgun, fimmtudag verður frestað. Ástæðan er eins og stundum áður, slök veðurspá. Reynt verður aftur fljótlega.