Dagur stærðfræðinnar

Í tilefni af Degi stærðfræðinnar 7. febrúar unnu nemendur í 5.-10. bekk saman  í stærfræðismiðju. Þema dagsins að þessu sinni voru mynstur í stærðfræði. Ákveðið var að nemendur myndu hanna mynstur í peysu. Veittar voru viðurkenningar fyrir fallegasta og frumlegasta mynstrið og einnig fyrir mynstur sem væri góð viðskiptahugmynd. Krakkarnir stóðu sig vel og mörg skemmtileg mynstur komu fram. Virkilega vel heppnuð smiðja, en það voru þær Sif og Victoria sem höfðu veg og vanda að undirbúningnum. Þeir sem fengu hönnunarviðurkenningu voru Bjarni Steinn (5.b), Olof Jóhann (6.b), Stephanie (7.b), Eyjólfur (7.b) og Sara Mekkín (8.b).