Ferðaskrifstofur í Víkurskóla

Nemendur í 7.-8. bekk hafa að undanförnu unnið að skemmtilegu verkefni með Sif Hauksdóttur kennara. Það fólst í því að velja land, borg eða svæði, kynna sér það rækilega og útbúa fjölbreytt kynningarefni. Lokaverkefnið var svo að setja upp ferðaskrifstofubás í skólanum. Nemendum í 5.-10. bekk og starfsmönnum var boðið í heimsókn til ferðaskrifstofanna til að kynna sér það sem krakkarnir höfðu útbúið. Það var gaman að sjá hvað krakkarnir höfðu lagt metnað í verkefnið og voru greinilega búin að útbúa sig vel fyrir spurninaflóð gestanna.