Fjör í Hjallarofinu

Loksins fengum við frábæra útivistardaga í síðustu viku og nýttu nemendur þá aldeilis vel. Dægradvalarhópurinn fór að renna í Hjallarofinu og það gerðu krakkarnir í forskólahópnum líka. Hér er mynd af þessum flotta hópi. Þau voru ótrúlega dugleg að pjakka upp hlíðina ferð eftir ferð. Sannarlega góð og holl útivist.