Forvarnarfræðslu í Víkurskóla

Ágætu foreldrar / forráðamenn!

Boðið verður upp á forvarnarfræðslu í Víkurskóla 19. febrúar næstkomandi kl. 17 á sal skólans. Foreldrar og forráðamenn barna og unglinga eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Aðalfræðsluaðili að þessu sinni verður Foreldrahús. Eitt af markmiðum þess er að fræða foreldra um skaðsemi áfengis- og vímuefnaneyslu og fyrstu einkenni hennar, svo að þeir geti unnið markvisst forvarnarstarf með börnum sínum. Sjá nánar um Foreldrahús: foreldrahus.is