Fuglaskoðun í 5.-6. bekk

Partur af námsefni 5.-6. bekkjar í náttúrufræði er að læra um fugla. Krakkarnir fóru því í fuglaskoðun um daginn ásamt Victoriu náttúrufræðikennara. Ferðin var mjög gagnleg og krakkarnir vinna nú úr niðurstöðunum. Ferðin endaði auðvitað við eldsborðið heima hjá Victoriu og allir voru sáttir við að fá í svanginn eftir góða útivist.