Glaðningur frá Foreldrafélagi Víkurskóla

Stjórn Foreldrafélags Víkurskóla ákvað að senda öllum nemendum í 1.-10. bekk smá glaðning í tilefni af sumarkomunni og því að nemendur hafa farið á mis við ýmislegt leikja- og tómstundastarf síðustu vikurnar vegna samkomubanns. Allir fengu afhentan frisbídisk sem hægt er nota einan og sér eða þá í frísbígolfvöllinn á útikennslusvæði skólans á Syngjandanum. Við færum félaginu okkar bestu þakkir fyrir hugulsemina. Á myndinni má sjá glaða og káta elstu nemendur skólans með gjöfina.