Haustið í Víkurskóla.

Haustið flýgur áfram og nú fer kuldinn brátt að bíta í kinn. Við höfum nýtt góða daga vel til útiveru. Nemendur 1.-6. bekkjar fóru í berjaferð út á Péturseyjaraura og eldri nemendur fóru í gönguferð upp á Reynisfjall og áfram norður eftir fjallinu. Þá hafa allir hópar farið í lengri og styttri gönguferðir hér í kring. Útivistin gefur kjörið tækifæri til að fræða krakkana um náttúruna og nærumhverfið, um leið og þau fá góða hreyfingu. Hér má sjá nokkrar myndir af krökkunum í leik og starfi.

(ýta á mynd til að stækka)