Heimsókn frá Björgunarsveitinni Víkverja

Í dag komu tveir félagar úr Björgunarsveitinni Víkverja í heimsókn til nemenda í 8.-10. bekk. Það voru þeir Einar Guðnason og Sigurður Ásgrímur Gíslason sem báðir eru fyrrum nemendur í Víkurskóla. Þeir kynntu starf sveitarinnar og sögðu frá ungliðanámskeiði sem til stendur að halda hjá sveitinni. Krakkarnir voru mjög áhugasöm og öruggt að í hópnum eru björgunarsveitarfólk framtíðarinnar. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.