Heimsókn frá Fjölbrautskóla Suðurlands

Í dag 7. febrúar fengu nemendur í 9.-10. bekk heimsókn frá námsráðgjöfum Fjölbrautaskóla Suðurlands. Það er mjög jákvætt hvað framhaldsskólarnir okkar á Suðurlandi bjóða upp á jákvæðar kynningar á sínu starfi. Það undirbýr okkar krakka vel fyrir það sem koma skal, kjósi þeir að nýta sér þjónustu skólanna. Það var líka sérstaklega ánægjulegt að fá einn af útskriftarnemendum 10. bekkjar frá sl. vori í heimsókn til þess að segja krökkunum frá sinni upplifun af framhaldsskólalífinu Fsu. (höf. Elín)