Heimsókn frá slökkviliðinu

Hressir menn frá Slökkviliðinu í Vík heimsóttu nemendur í 3.-⁠4 bekk.

Nemendur lærðu ýmislegt meðal annars um reykskynjara, brunateppi,
umgengni við kerti og hvernig á að haga sér ef upp kemur eldur.

Nemendi í 3. bekk fékk getraun til að taka með sér heim og vinna með
foreldrum, henni skila hann svo aftur í skólann og fá vasaljós að
launum. Dregið verður úr réttum lausnum eftir 11.janúar og fá þeir sem
dregnir verða út verðlaun frá slökkviliðinu. Við þökkum
slökkviliðsmönnum kærlega fyrir komuna.