Heimsókn Krikketsambands Íslands

Í tilefni af evrópsku hreyfivikunni fengum við góða gesti í heimsókn í Víkurskóla. Það voru meðlimir úr íslenska landsliðinu í krikket. Þeir kynntu þessa skemmtilegu íþrótt fyrir krökkunum í 5.-10. bekk og kenndu þeim svo fyrstu skrefin í íþróttinni. Krikket er ekki mjög þekkt íþrótt á Íslandi en hún er mjög stór á heimsvísu. Við þökkum þessum góðu gestum kærlega fyrir komuna í Víkurskóla. Nánar má fræðast um krikket á Íslandi á heimasíðu sambandsins https://www.krikket.is/.

Fleiri Myndir.