Heimsókn Lögreglunnar.

Partur af því að vera þátttakendur í verkefninu Göngum í skólann er að fræðast um hvernig á að haga sér skynsamlega í umferðinni. Í dag fengum við góða heimsókn frá Lögreglunni hér í Vík sem fræddi krakkana um ýmislegt gagnlegt varðandi það að vera fótgangandi og hjólandi í umferðinni. Við erum mjög þakklát fyrir að eiga gott samstarf við Lögregluna um forvarnir.