Kaffihúskvöldið okkar

Kaffihúskvöldið okkar í Víkurskóla tókst mjög vel og var að venju vel sótt.  Þessi viðburður skólastarfsins er haldinn í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember.

Karl Anders nemandi í 8. bekk og verðlaunahafi Stóru-Upplestrarkeppninnar 2018 las nokkur ljóð eftir Þórarinn Eldjárn. Egill nemandi í 7. bekk og Marton nemandi í 10. bekk spiluðu á gítar ásamt Brian tónskólastjóra. Aðalgestur kvöldsins var Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur hún las upp úr nýútkomnum bókum sínum. Það er ekki orðum aukið að Kristín Helga heillaði viðstadda með skemmtilegum upplestri og frásögnum. Við þökkum henni kærlega fyrir að heiðra okkur með heimsókn.

Að dagskrá lokinni buðu nemendur uppá glæsilegt kaffihlaðborð en þeir höfðu bakað allt sem boðið var uppá undir stjórn Victoriu umsjónarkennara 10. bekkjar. (höf. Elín)