Katla 100 ára

Einn af stóru viðburðum ársins hjá okkur í Víkurskóla var 100 ára afmæli eldstöðvarinnar Kötlu, 12. október. Þess var minnst með gríðarstórri ráðstefnu sem fór fram í íþróttahúsinu okkar. Hlutverk nemenda í afmælisundirbúningnum var að útbúa skreytingar og fræðsluefni sem prýddu skólann og íþróttahúsið á hátíðinni. Eldri nemendur tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá sem var sett upp í skólanum ásamt nemendum úr Hvolsskóla og Kirkjubæjarskóla. Þar fengu nemendur tækifæri til að hitta fræða- og vísindamenn frá Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Kötlu jarðvangi. Þeir settu upp spennandi fræðslu og upplifanir fyrir nemendur á nokkrum stöðvum í skólanum. Nemendur voru margs vísari enda afar mikilvægt að þeir eins og aðrir íbúar á okkar svæði hafi góða þekkingu á Kötlu og hvers má vænta þegar hún einn góðan veðurdag gýs. Við erum afar þakklát fyrir að fá þessa frábæru gesti til okkar í Víkurskóla. (höf. Elín)

Fleiri myndir í myndaalbúmi hér..