Kokkakeppni ,,Master chef’’

Lokaverkefni valhóps í Matreiðslu lauk með kokkakeppni. Fjórir hópar kepptu og fengu úthlutað mismunandi verkefnum. Krakkarnir voru afar metnaðarfull og lögðu sig fram um að vinna hratt og skipulega. Útkoman var glæsileg. Fengnir voru dómarar til að dæma keppnina og höfðu þeir einkum til hliðsjónar, framsetningu og bragð réttana. Hóparnir voru mjög jafnir en Tvistarnir unnu að lokum en þann hóp skipuðu, Rúnar Máni (9.b), Birnir Frosti (10.b) og Björn Vignir (7.b).

Fleiri Myndir.