Lestur í Víkurskóla

Eftir niðurstöður lesfimiprófa í haust ákváðum við í Víkurskóla að leggja enn meiri áherslu á lestur í skólastarfinu. Allir nemendur skólans hafa síðan þá  lesið í eina kennslustund á morgnana. Árangurinn lét heldur betur ekki á sér standa og það er ánægjulegt að segja frá því að ALLIR nemendur skólans bættu sig í lesfimi og sumir tóku risastökk. Af því tilefni hittust nemendur á sal þar sem sagt var frá þessum ánægjulegu tíðindum og allir fengu smá glaðning í tilefni þessa.