Lífshlaupið 2019

Sem Heilsueflandi grunnskóli fögnum við því að taka þátt í verkefnum eins og Lífshlaupinu www.lifshlaupid.is. Í fyrsta skipti tóku bæði nemendur ogstarfsfólk þátt í keppninni og gekk alveg ljómandi vel. Inn á heimasíðu verkefnisins er hægt að sjá úrslit í verkefninu. Þátttaka og áhugi í báðum hópum var mikill, 2. bekkur Víkurskóla var dregin út í vikulegum útdrætti á Rás 2 sem er einn af samstarfsaðilum verkefnisins. Að launum fengu 1.-2. bekkur sendan smá glaðning. Við munum alveg örugglega taka þátt að ári.