Lífshlaupið

Lífshlaupið fór af stað í gær miðvikudaginn 6. febrúar.  Ekki viðraði sérstaklega vel til útihreyfingar í gær en næstu dagar líta betur út. Það er ánægjulegt að nemendur Víkurskóla taka nú í fyrsta sinn þátt í þessu verkefni. Jafnframt er starfsmannahópurinn skráður til leiks undir heitinu Víkingarnir! Markmiðið er að allir nemendur hreyfi sig umfram skólaíþróttahreyfingu 60 mínútur á dag og fullorðnir að minnsta kosti 30 mínútur. Þetta er skemmtilegt verkefni og auðvitað liður í því að Víkurskóli sé heilsueflandi skóli. (höf. Elín)