List fyrir alla í Víkurskóla

Í dag fengu við góðan gest í heimsókn í skólann okkar á vegum verkefnisins ,,List fyrir alla’’ sem er verkefni á vegum íslenska ríkisins. Markmið verkefnisins er að nemendur fái í gegnum grunnskólagönguna að upplifa sem flest listform.

Að þessu sinn fengu nemendur að upplifa brúðuleikhús á vegum Handbendis sem er lítið brúðuleikhús á Hvammstanga. Stofnandi þess Greta Clough kom til okkar með sýninguna um Búkollu og að henni lokinni fengu nemendur tækifæri og leiðsögn í að hanna sína eigin leikbrúðu. Þegar því var lokið var sköpunargleði nemenda engin takmörk sett og margir fóru á flug við að semja leikverk.

Við þökkum Handbendi og Gretu kærlega fyrir frábæra heimsókn til okkar.

Hér má fræðast nánar um verkefnið: https://listfyriralla.is/event/bukolla/  (höf. Elín)