Ljósmyndasýning nemenda í ljósmyndavali

Nemendur í 7. – 10. bekk tóku þátt í stuttu ljósmyndavali á dögunum þar sem farið var m.a. yfir mynduppbyggingu og það sem þarft til að skapa skemmtilega og frumlega ljósmynd.

Nemendur fengu margvísleg verkefni að vinna úr og sýndu þau mikinn áhuga.  Í lokin var sett upp ljósmyndasýning sem sýnir frábæran afrakstur  vinnunnar.

Nemendur og starfsfólk voru kallaðir á sal þegar sýningin var formlega opnuð. Það var Sif Hauksdóttir kennari sem hafði veg og vanda af þessu flotta verkefni með nemendum.