Ólympíuhlaup ÍSÍ

Þann 25. September hlupu nemendur Víkurskóla Ólympíuhlaup ÍSÍ. Þetta hlaup snýst fyrst og fremst um að allir taki þátt á sínum forsendum og njóti útiveru og góðrar hreyfingar. Krakkarnir máttu ráða hvort þau hlypu 2,5 km, 5 km eða 10 km. Það var mikill metnaður í krökkunum og að meðaltali fóru þau 5 km hvert. Það var góð stemning í hlaupinu og veðrið var með okkur allan tímann þrátt fyrir vætutíðina nú undanfarið. Starfsfólkið lét heldur ekki sitt eftir liggja.