Forsíða

Stóra upplestrarkeppnin í Víkurskóla 2019

Í gær var árleg skólakeppni 7. bekkinga í Stóru-upplestrarkeppninni. Krakkarnir stóðu sig með sóma og dómarar keppninnar stóðu frammi fyrir vandasömu verkefni að velja úr hópnum tvo sigurvegara. En að þessu sinni voru það Arnfríður Mára Þráinsdóttir og Helga Guðrún Ólafsdóttir sem voru hlutskarpastar. Við óskum þeim til hamingju og vitum að þær eiga eftir að standa sig vel í héraðskeppninni sem haldin verður 8. apríl n.k. á Hvolsvelli.

Á myndinni má sjá Þorgerði Hlín Gísladóttur umsjónarkennara 7.-8. bekkjar ásamt keppendum.

Það er fjör í forritun!

Í þessari viku fór valhópurinn í forritun í íþróttahúsið og æfði forritun án tölvu. Sett var upp þrautabraut þar sem tveir og tveir unnu  saman, annar með bundið fyrir augun og hinn leiðbeindi í gegnum þrautina með einföldum skilaboðum. Verkefnið reyndi  á samvinnu, traust og nákvæmni alveg eins og nauðsynlegt er þegar unnið er í forritun fyrir tölvuleiki og smáforrit.

Uppbrot í stærðfræðikennslunni

Einu sinni í mánuði er öðruvísi dagur í stærðfræðikennslunni hjá okkur í Víkurskóla. Þá vinna krakkarnir saman í skemmtilegum verkefnum þvert á aldur. Síðastliðinn föstudag 1. Mars var svona dagur. Það var sérstaklega gaman að sjá hvað elstu nemendurnir unnu vel með þeim yngri.

Lífshlaupið 2019

Sem Heilsueflandi grunnskóli fögnum við því að taka þátt í verkefnum eins og Lífshlaupinu www.lifshlaupid.is. Í fyrsta skipti tóku bæði nemendur ogstarfsfólk þátt í keppninni og gekk alveg ljómandi vel. Inn á heimasíðu verkefnisins er hægt að sjá úrslit í verkefninu. Þátttaka og áhugi í báðum hópum var mikill, 2. bekkur Víkurskóla var dregin út í vikulegum útdrætti á Rás 2 sem er einn af samstarfsaðilum verkefnisins. Að launum fengu 1.-2. bekkur sendan smá glaðning. Við munum alveg örugglega taka þátt að ári.

Ruslatínsla

Í dag fóru nemendur í 7.-8.b ásamt kennara út og týndu rusl í kringum skólann. Nemendur flokkuðu ruslið í tvent pappir/plast og almennt rusl.

Heimsókn frá Fjölbrautskóla Suðurlands

Í dag 7. febrúar fengu nemendur í 9.-10. bekk heimsókn frá námsráðgjöfum Fjölbrautaskóla Suðurlands. Það er mjög jákvætt hvað framhaldsskólarnir okkar á Suðurlandi bjóða upp á jákvæðar kynningar á sínu starfi. Það undirbýr okkar krakka vel fyrir það sem koma skal, kjósi þeir að nýta sér þjónustu skólanna. Það var líka sérstaklega ánægjulegt að fá einn af útskriftarnemendum 10. bekkjar frá sl. vori í heimsókn til þess að segja krökkunum frá sinni upplifun af framhaldsskólalífinu Fsu. (höf. Elín)

Lífshlaupið

Lífshlaupið fór af stað í gær miðvikudaginn 6. febrúar.  Ekki viðraði sérstaklega vel til útihreyfingar í gær en næstu dagar líta betur út. Það er ánægjulegt að nemendur Víkurskóla taka nú í fyrsta sinn þátt í þessu verkefni. Jafnframt er starfsmannahópurinn skráður til leiks undir heitinu Víkingarnir! Markmiðið er að allir nemendur hreyfi sig umfram skólaíþróttahreyfingu 60 mínútur á dag og fullorðnir að minnsta kosti 30 mínútur. Þetta er skemmtilegt verkefni og auðvitað liður í því að Víkurskóli sé heilsueflandi skóli. (höf. Elín)

Lestur í Víkurskóla

Eftir niðurstöður lesfimiprófa í haust ákváðum við í Víkurskóla að leggja enn meiri áherslu á lestur í skólastarfinu. Allir nemendur skólans hafa síðan þá  lesið í eina kennslustund á morgnana. Árangurinn lét heldur betur ekki á sér standa og það er ánægjulegt að segja frá því að ALLIR nemendur skólans bættu sig í lesfimi og sumir tóku risastökk. Af því tilefni hittust nemendur á sal þar sem sagt var frá þessum ánægjulegu tíðindum og allir fengu smá glaðning í tilefni þessa.

Dagur stærðfræðinnar 1. febrúar

Í dag er árlegur dagur stærðfræðinnar. Af því tilefni voru kennarar með allskyns skemmtileg uppbrotsverkefni í stærðfræðitímum dagsins.

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli Mánaland 487-1241

Íþróttamiðstöð 487-1174

Skólabílar:

487-1494

Ingi Már 894-9422

Hjördís Rut 861-0294

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Leikskóli

Umsókn um vistun

Breytingar á vistunartíma

Uppsögn á leikskólavistun

Grunnskóli

Umsókn um leyfi nemanda

Einelti tilkynningarblað

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Þórunn Jóna Hauksdóttir forstöðumaður
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 
thorunnjona@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

Foreldraviðtöl 5. feb.

Þorrablót 30. jan.

samræmdra könnunarprófa í 9. bekk

Mánudagur 11. Mars Íslenska

Þriðjudagur 12. Mars Stærðfræði

Miðvikudagur 13. Mars Enska

Árshátið 10. Apríl!

Erasmus+
Mentor

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Forritarar

Myndir