Forsíða

Jólakveðja

Jólakveðja

Slökkviliðið heimsótti 3. – 4. bekkinga

Hressir menn frá Slökkviliðinu í Vík heimsóttu nemendur í  3. og 4. bekk. Nemendur lærðu ýmislegt meðal annars um reykskynjara, brunateppi, umgengni við kerti og hvernig á að haga sér ef upp kemur eldur.

Nemendur fengu getraun til að taka með sér heim og vinna með foreldrum, henni skila þeir svo aftur í skólann og fá vasaljós að launum. Dregið verður úr réttum lausnum eftir 11.janúar og fá þeir sem dregnir verða út verðlaun frá slökkviliðinu. Við þökkum slökkviliðsmönnum kærlega fyrir komuna.

Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.

IMG_7765

Aðventa

Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.

IMG_7505

Aðgengi að lífinu

MND félagið á Íslandi og SEM samtökin með stuðningi Velferðar-, Umhverfis- og auðlindaráðuneytis fór í haust af stað með verkefnið Aðgengi að lífinu fyrir 10. bekk á landsvísu.

Keppnin fól í sér könnun á aðgengismálum hreyfihamlaðra í nærumhverfi ungmennanna.Tilgangur verkefnisins var að efla skilning ungmenna á aðstæðum hreyfihamlaðra, stuðla að bættu aðgengi hreyfihamlaðra með lausnum ungs fólks og skapa jafnréttisgrundvöll á milli hreyfihamlaðra og óhreyfihamlaðra. Lið Víkurskóla skipuðu: Anna Elísabet Stark, Aron Bjartur Jóhannsson og  Mikael Kjartansson.

Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins og Arnar Helgi Lárusson formaður Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra heimsóttu Víkurskóla í byrjun október  og kynntu verkefnið og aðstæður hreyfihamlaðra.

Verkefnið fór þannig fram að hópnum var afhentur hjólastóll í einn sólarhring til þess að greina hindranir í nærumhverfi sínu.

Hópurinn frá Víkurskóla skiluðu inn glærukynningu.

Í dag voru veitt vegleg verðlaun fyrir þrjú bestu verkefnin. Verðlaunaafhendingin fór fram í Orkuveitu Reykjavíkur þar sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti verðlaunin. Hópur frá Víkurskóla sem innihélt þrjá nemendur frá skólanum fengu verðlaun fyrir 2. sæti í verkefninu í ár, verðlaunin voru ekki að verri endanum þar sem allir nemendurnir fengu Playstation 4 leikjatölvu. Fyrir 1. sætið var Iphone 6 snjallsími og svo umslag með 50 000 krónum í fyrir 3. sætið.

Ljósmyndir tók Hildur Ingvarsdóttir.

DSC_0027

Heimsókn í Hjallatún

Í dag heimsótti 5. -6. bekkur Hjallatún. Þau lásu jólasögu fyrir íbúa og starfsfólk og sungu lagið “Hátíð í bæ”

hjallatun

Aðgengi að lífinu

Aðgengi að lífinu 2014 lauk formlega í dag við hátíðlega athöfn í húsi Orkuveitu Reykjavíkur þar sem forseti Íslands afhenti verðlaunin. Baráttan um efstu sætin var afar hörð en að lokum stóð Njarðvíkurskóli uppi sem sigurvegari og var Víkurskóli í 2. sæti og Grunnskólinn á Hólmavík í því þriðja. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt og jafnframt þökkum við þeim sem styrktu verkefnið kærlega fyrir þeirra stuðning og þátt í að bæta aðgengismál á Íslandi.

Verkefnið sem Anna Elisabeth, Aron og Mikael kynnti

Norræna skólahlaupið

Miðvikudaginn 26. nóvember var Norræna skólahlaupið 2014 í Víkurskóla.

Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti.

Markmið – með Norræna skólahlaupinu er leitast við að:

  • Hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu
  • Kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.

Nemendur 1.-10. bekkjar tóku þátt auk starfsmanna. Hlauparar völdu sér vegalengd: 2,5km, 5km eða 10km. Allir stóðu hlaupararnir sig með mjög vel og hlupu samtals 242,5 km sem er langleiðina í Borganes frá Vík.

Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.

 

Kaffihúsakvöld

IMG_7204

Hrekkjavaka í skólanum

IMG_7023

PALS í Víkurskóla

Í Víkurskóla er nú að hefjast innleiðing á kennsluaðferð í lestri sem kölluð er í daglegu tali PALS.

PALS  er skammstöfun fyrir Peer assistand learning strategies, í íslenskri þýðingu Pör að læra saman. Þetta er afar vel rannsökuð og áragnursrík kennsluaðferð til að þjálfa lesfimi og lesskilningsaðferðir í blönduðum bekkjardeildum. Hún hefur rutt sér til rúms í mjög mörgum skólum síðustu misseri og skilað góðum árangri. Nokkrir kennarar skólans hafa farið á námskeið nú í haust til að tileinka sér kennsluaðferðina.

Nemendur í elsta árgangi leikskólans og 1.-6. bekk grunnskólans munu taka þátt. Innleiðing aðferðarinnar tekur 4 vikur og verkefnið sjálft stendur yfir í 10 vikur á hverju skólaári. Í hverri viku verða 3 kennslustundir teknar sérstaklega fyrir PALS.

Á LESVEFNUM má fræðast frekar um PALS lestraraðferðina og fylgir slóðin þangað hér:

http://lesvefurinn.hi.is/node/237

Á LESVEFNUM eru jafnframt miklar upplýsingar um allt sem tengist læsi og lestrarerfiðleikum sem við hvetjum ykkur foreldra til að nýta ykkur.

Lestrarkennsla er sameiginlegt verkefni heimilis og skóla. Með góðri samvinnu gerum við börnin eins vel læs og mögulegt er. Leikni í lestri er um leið lykilinn að frekara námi og starfi hvers einstaklings á lífsleiðinni.

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli Mánaland 487-1241

Íþróttamiðstöð 487-1174

Skólabílar:

487-1494

Ingi Már 894-9422

Hjördís Rut 861-0294

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Leikskóli

Umsókn um vistun

Breytingar á vistunartíma

Uppsögn á leikskólavistun

Grunnskóli

Umsókn um leyfi nemanda

Einelti tilkynningarblað

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Þórunn Jóna Hauksdóttir forstöðumaður
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 
thorunnjona@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

25.Maí Vordagar

26.Maí Vordagar

27.Maí Vorgleði

28.Maí Starfsdagur

29.Maí Skólaslit

Erasmus+
Mentor

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Forritarar

Myndir