Forsíða

Lesum saman

Þessa dagana er Lára Jóna að heimsækja okkur og hlusta á nemendur í 1. – 5. bekk lesa. Lára Jóna kenndi lengi við Víkurskóla og þekkir því vel til. Það er dýrmætt fyrir okkur í skólanum að eiga að fólk sem býður fram krafta sína og þekkingu nemendum til góða. Í vetur höfum við lagt mikla áherslu á lestur og lestrarþjálfun og einnig verið með fræðslu fyrir foreldra um lestur og lestrarnám því foreldrar spila stórt hlutverk í lestrarferlinu.

 dans syning 056

Dans í Víkurskóla

Þessa vikuna 10. – 14. mars er danskennsla í Víkurskóla. Jón Pétur kennir eins og undanfarin ár og lýkur kennslunni með danssýningu í íþróttahúsinu kl. 15:00, fimmtudaginn 13. mars. Foreldrar eru hvattir til að mæta.
dans æfing 001 002dans æfing 001 012

Að læra í gegnum leik…

Leikur er meiginnámsleið barna. Í leikskólastarfi er oft nauðsynlegt að beita útsjónarsemi til að koma að ákveðnum þáttum (kenna börnunum) til örvunar á þroska þeirra. Í dag í hópastarfi með þessum strákum var meginmarkmiðið að örva málþroska þeirra og auka og styrkja orðaforðann. Til þess fórum við í veiðileik og veiddum STÓRA,  LITLA, MINNI, STÆRRI osfrv. fiska, inní þetta bættist svo samhæfingarfærni að beita veiðistönginni með annarri hendi til að fanga aflann. Síðan týndum við hluti uppúr spennandi töfrapoka og bættum við með því orðum inní orðaforðann svo sem skrúfjárn, gíraffi, ljósapera, öxi, stýri ofl. Þeir voru allir afar vinnusamir og spenntir að “leika” eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

hópast2,

hópast1

upplestrakeppni 076

Upplestrakeppninn

Skólakeppni Stóru-upplestrarkeppninnar var haldinn í dag fimmtudaginn 6. mars. Nemendur í 7. bekk taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem hefur það að markmiði að efla  vandaðan upplestur og framsögn.  Krakkarnir hafa verið mjög dugleg að æfa sig við lestur og upplestur í allan vetur.  Í keppninni lásu þau upp úr bók Brynhildar Þórarinsdóttur, Leyndardómur ljónsins og að auki 2 ljóð sem þau völdu sér hvert. Dómarar voru  Haraldur M. Kristjánsson, Helga Viðarsdóttir og Sigurður Gísli Guðjónsson.  Úrslit skólakeppninnar urðu þau að Katla Þöll Þráinsdóttir og Sigurjóna Kristófersdóttir urðu hlutskarpastar. Þær stöllur munu lesa fyrir hönd skólans á lokahátíð keppninnar sem haldin verður á Kirkjubæjarklaustri 24. mars n.k. Þar munu nemendur úr skólunum í Rangárþingi og Vestur-Skaftafellssýslu  etja kappi í upplestri.   Við óskum þeim Kötlu og Sigurjónu góðs gengis  í lokakeppninni.

Lestrahestar

Lestrarhestar að störfum

Elsti árgangur leiksólans að glíma við að hljóða saman stafi í orð.

Áhugasamir og duglegir strákar.

upplestrakeppni 008upplestrakeppni 014

Öskudagur

Öskudagur okkar

Bekkjarkvöld hjá 1. – 5. bekk

Síðasta fimmtudag var bekkjarkvöld hjá 1. – 5. bekk. Kennararnir bökuðu pizzur og svo var dansað og farið í leiki. Guðmundur og Snorri Björgvin sáu um að halda uppi fjörinu með lifandi tónlist. En þeir eru einmitt að fara að keppa í söngvakeppni Samfés um helgina 7. – 8. mars. Hér fylgja með nokkrar myndir frá kvöldinu.

Að öðlast færni

Til að öðlast færni í einhverju, þarf maður að prófa og reyna sig áfram, þar til að maður hefur náð færninni og getur beitt henni við daglegar athafnir. Skæri eru afar spennandi og skemmtileg verkfæri í leikskólastarfi. Í hópastarfi hjá hluta yngri deildar í dag fengu krakkarnir að prófa sig áfram með skæri og blöð. Það var dásamlegt að fylgjast með einbeitingunni hjá þeim við að ná tökum á skærunum og oftar en ekki sá maður munninn opnast og lokast í takt við skærin.

20140224_100156

Skíðaferð frestað

Skíðaferðin sem átti að vera á morgun, fimmtudag verður frestað. Ástæðan er eins og stundum áður, slök veðurspá. Reynt verður aftur fljótlega.

Skólaakstur fellur niður í dag

Skólabílinn fer hvorki eystri- né ytri leið í dag þar sem veður er slæmt núna í morgunsárið og snjór og hálka á vegum.

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli Mánaland 487-1241

Íþróttamiðstöð 487-1174

Skólabílar:

487-1494

Ingi Már 894-9422

Hjördís Rut 861-0294

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Leikskóli

Umsókn um vistun

Breytingar á vistunartíma

Uppsögn á leikskólavistun

Grunnskóli

Umsókn um leyfi nemanda

Einelti tilkynningarblað

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Þórunn Jóna Hauksdóttir forstöðumaður
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 
thorunnjona@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

4. nóvember Starfsdagur

5. nóvember Foreldara-nemendadagur

14. nóvember Kaffihúskvöld

15. nóvember Heimsókn frá Þjóðleikhúsinu

Erasmus+
Mentor

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Forritarar

Myndir