Forsíða

Dugnaðarforkar á ferð.

Dugnaðarforkar á ferð.

Börnin í 1. – og 2. bekk settu sér það markmið í byrjun árs að láta lestrarorminn í skólastofunni sinni ná í skottið á sér áður en skólinn væri búin í vor. Á mánudag 31.mars náði hann í skottið á sér. Þau byrjuðu á orminum strax í haust og náðu markmiðum sínum með lengdina á honum fyrir jól og endurtóku leikinn aftur núna. Fyrir hverja lesna bók fá þau einn miða sem þau setja á orminn. Þau hafa lesið samtals hvorki meira né minna en 197 bækur frá 3.janúar. Halla umsjónakennari þeirra lofaði þeim pizzapartýi ef þau næðu þessu markmiði og nú er komið að því að efna það loforð. Á morgun fimmtudag fara þau með skólabíl  í Þórisholt í pizzu partý.

2014-04-02 ormurinn

Dagur barnabókarinnar

Í dag 2. apríl er alþjóðlegur dagur barnabókarinnar, fæðingardagur H.C. Andersens. Í tilefni dagsins er smásaga eftir Þórarinn Eldjárn frumflutt í útvarpinu kl. 9:10 og hlustuðu allir nemendur grunnskóladeildar Víkurskóla.

Það er IBBY á Íslandi sem stendur fyrir þessum viðburði og færir íslenskum börnum söguna að gjöf. Hægt er að nálgast söguna á vef RUV.

ormurinn langi 021ormurinn langi 019

Leyndardómar Suðurlands

Í dag þriðjudag munu nemendur úr 6. og 7. bekk vera með upplestur á Halldórskaffi. Lesturinn hefst kl. 15:00 og hvetjum við alla til þess að mæta og hlýða á. Í leiðinni er svo hægt að skoða myndlistasýningu frá börnum á leikskóladeildinni.

Myndlistasýning á Halldórskaffi

Í tilefni af leyndardómar Suðurlands sem er umfangsmikið kynningarátak á Suðurlandi dagana 28.mars til 6.apríl hefur leikskóladeild Víkurskóla sett upp myndlistasýningu á Halldórskaffi.  Verkin eru öll unnin með vatnslitum og sóttu eldri börnin sér innblástur í lagið “enga fordóma” en verkin innihalda manneskjur af ýmsum stærðum og gerðum. Yngi börnin voru að vinna með litina i sínum verkum og eru mörg hver orðin með það allt saman á hreinu hvað er gult, rautt osfrv.

opna myndlistasýningu

myndlistasýning

Flugvél tekst á loft á leikskólanum

Í útiveru í dag varð “bíllinn” að flugvél… settir voru á hann vængir, ljós og bætt við hann sætum til að koma öllum fyrir sem vildu um borð. Það þurfti að sinna ýmsu í þessu ferli, hella bensíni á vélina, slá af henni ís og ráða flugfreyju. Einnig var fenginn til verksins flugvallarstjórnandi og að sjálfsögðu flugstjórar. Í fyrstu var ferðinni heitið til Tenirife en við lendingu þegar að átti að bjóða farþega velkomna kunni enginn spænsku. Sameiginleg ákvörðun var þá tekin um það að halda til Svíþjóðar. Þar voru allir boðnir velkomnir á sænsku og þegar að vélin hélt í loftið aftur var kvatt “hej do.”

flugvél

Drottning og riddari

Frjáls leikur er einkennandi í leikskólastarfinu hjá okkur. Settar eru upp valstundir þar sem að börnin velja sér leiksvæði og leikefni á hverjum einasta degi. Hér sjáið þið drottningu og riddara í kastalanum sínum sem að þau byggðu sjálf úr einingarkubbum. Þess má geta að einingarkubbana eignaðist leikskólinn í kjölfarið af áheitahlaupi sem að Halla Ólafsdóttir stóð fyrir í tilefni af 50 ára afmæli hennar.  Búningarnir sem að börnin klæðast á myndinni eru einnig tilkomnir af gjöfum til leikskólans en hótel Katla gaf leikskólanum peningagjöf sem að notuð voru til að fjárfesta í fafu búningum sem að hafa heldur betur opnað ný ævintýri í frjálsa leiknum hjá okkur.

kubbarbúningar

Komidíuleikhúsið í heimsókn

Í gær voru tvær sýningar á vegum Komidíuleikhússins í Víkurskóla. Fyrri sýningin var um Búkollu og á hana fóru elstu börn leikskóladeildarinnar og 1. – 5. bekkur grunnskóladeildarinnar. Seinni sýningin var um Gísla Súrsson og hana sáu nemendur í 6. – 10. bekk.

bukolla 017

Lesum saman

Þessa dagana er Lára Jóna að heimsækja okkur og hlusta á nemendur í 1. – 5. bekk lesa. Lára Jóna kenndi lengi við Víkurskóla og þekkir því vel til. Það er dýrmætt fyrir okkur í skólanum að eiga að fólk sem býður fram krafta sína og þekkingu nemendum til góða. Í vetur höfum við lagt mikla áherslu á lestur og lestrarþjálfun og einnig verið með fræðslu fyrir foreldra um lestur og lestrarnám því foreldrar spila stórt hlutverk í lestrarferlinu.

 dans syning 056

Dans í Víkurskóla

Þessa vikuna 10. – 14. mars er danskennsla í Víkurskóla. Jón Pétur kennir eins og undanfarin ár og lýkur kennslunni með danssýningu í íþróttahúsinu kl. 15:00, fimmtudaginn 13. mars. Foreldrar eru hvattir til að mæta.
dans æfing 001 002dans æfing 001 012

Að læra í gegnum leik…

Leikur er meiginnámsleið barna. Í leikskólastarfi er oft nauðsynlegt að beita útsjónarsemi til að koma að ákveðnum þáttum (kenna börnunum) til örvunar á þroska þeirra. Í dag í hópastarfi með þessum strákum var meginmarkmiðið að örva málþroska þeirra og auka og styrkja orðaforðann. Til þess fórum við í veiðileik og veiddum STÓRA,  LITLA, MINNI, STÆRRI osfrv. fiska, inní þetta bættist svo samhæfingarfærni að beita veiðistönginni með annarri hendi til að fanga aflann. Síðan týndum við hluti uppúr spennandi töfrapoka og bættum við með því orðum inní orðaforðann svo sem skrúfjárn, gíraffi, ljósapera, öxi, stýri ofl. Þeir voru allir afar vinnusamir og spenntir að “leika” eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

hópast2,

hópast1

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli Mánaland 487-1241

Íþróttamiðstöð 487-1174

Skólabílar:

487-1494

Ingi Már 894-9422

Hjördís Rut 861-0294

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Leikskóli

Umsókn um vistun

Breytingar á vistunartíma

Uppsögn á leikskólavistun

Grunnskóli

Umsókn um leyfi nemanda

Einelti tilkynningarblað

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Þórunn Jóna Hauksdóttir forstöðumaður
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 
thorunnjona@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

25.Maí Vordagar

26.Maí Vordagar

27.Maí Vorgleði

28.Maí Starfsdagur

29.Maí Skólaslit

Erasmus+
Mentor

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Forritarar

Myndir