Forsíða

Dagur leikskólans

Í tilefni af degi leikskólans var opið hús í öllum deildum Víkurskóla. Að eigin frumkvæði settu nemendur leikskóladeildar upp snyrtistofu og buðu upp á hárgreiðslu og ýmiskonar snyrtingu.

IMG_2385

Opið hús

Í tilefni að degi leikskólans ætlum við að hafa opið hús í Víkurskóla fimmtudaginn 6. febrúar. Þann dag er hefðbundið skólastarf í öllum deildum skólans og foreldrum og öðrum gestum gefst kostur á að kíkja við og taka þátt í eða fylgjast með skólastarfinu.

Fræðsluerindi um hlutverk foreldra í lestrarnámi

Ætlað foreldrum grunnskólabarna og elsta árgangi leikskólabarna

Miðvikudaginn 5. febrúar kl.16:30 verður fræðsluerindi fyrir foreldra Víkurskóla um lestur og lestrarkennslu. Edda Antonsdóttir frá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu fjallar sérstaklega um hlutverk foreldra í því ferli því lestrarnám er samvinnuverkefni heimilis og skóla.

Skólinn leggur ríka áherslu á að foreldrar mæti og taki þátt í þessu mikilvæga verkefni. Þess vegna verða þeir foreldrar sem ekki geta mætt þennan dag boðaðir í annan tíma þar sem farið verður yfir efni fræðsluerindisins svo allir foreldrar geti tekið virkan þátt í lestrarnámi barna sinna.

Spilavist á þorra

Í dag gerðu nemendur og starfsfólk sér glaðan dag og héldu uppá þorrann með tilheyrandi mat í hádeginu. Eftir það flutti nemendaráð annál síðasta árs og allir sungu saman þorralögin, þar á meðal frumsamið þorralag eftir Kolbrúnu Hjörleifsdóttur og Kára Bjarkar Gestsson. Að lokum var spilað á spil, eldri nemendur spiluðu vist og yngri Ólsen Ólsen. Við fengum góða gesti frá félagi eldri borgara til að spila með okkur og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli Mánaland 487-1241

Íþróttamiðstöð 487-1174

Skólabílar:

487-1494

Ingi Már 894-9422

Hjördís Rut 861-0294

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Leikskóli

Umsókn um vistun

Breytingar á vistunartíma

Uppsögn á leikskólavistun

Grunnskóli

Umsókn um leyfi nemanda

Einelti tilkynningarblað

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Þórunn Jóna Hauksdóttir forstöðumaður
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 
thorunnjona@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

25.Maí Vordagar

26.Maí Vordagar

27.Maí Vorgleði

28.Maí Starfsdagur

29.Maí Skólaslit

Erasmus+
Mentor

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Forritarar

Myndir