Forsíða

Bekkjarkvöld hjá 1. – 5. bekk

Síðasta fimmtudag var bekkjarkvöld hjá 1. – 5. bekk. Kennararnir bökuðu pizzur og svo var dansað og farið í leiki. Guðmundur og Snorri Björgvin sáu um að halda uppi fjörinu með lifandi tónlist. En þeir eru einmitt að fara að keppa í söngvakeppni Samfés um helgina 7. – 8. mars. Hér fylgja með nokkrar myndir frá kvöldinu.

Að öðlast færni

Til að öðlast færni í einhverju, þarf maður að prófa og reyna sig áfram, þar til að maður hefur náð færninni og getur beitt henni við daglegar athafnir. Skæri eru afar spennandi og skemmtileg verkfæri í leikskólastarfi. Í hópastarfi hjá hluta yngri deildar í dag fengu krakkarnir að prófa sig áfram með skæri og blöð. Það var dásamlegt að fylgjast með einbeitingunni hjá þeim við að ná tökum á skærunum og oftar en ekki sá maður munninn opnast og lokast í takt við skærin.

20140224_100156

Skíðaferð frestað

Skíðaferðin sem átti að vera á morgun, fimmtudag verður frestað. Ástæðan er eins og stundum áður, slök veðurspá. Reynt verður aftur fljótlega.

Skólaakstur fellur niður í dag

Skólabílinn fer hvorki eystri- né ytri leið í dag þar sem veður er slæmt núna í morgunsárið og snjór og hálka á vegum.

Heldur betur færni til framtíðar

Starfsfólk leikskóladeildar gat vart beðið eftir að hefjast handa eftir námskeiðið um færni til framtíðar. Við klæddum okkur út um leið og tók að birta í morgun og nýttum okkar dásamlega umhverfi til örvunar á hreyfifærni. Steinar voru klifnir, rafmagnskassar kannaðir, kaðalgirðingar nýttar fyrir hindrunarstökk og jafnvægisæfingar á gangstéttarköntum. Við vorum sæl og rjóð þegar inn kom aftur og ekki skemmdi fyrir að fá sjóðheita kjötsúpu eftir slíka útiveru.

færni til framt2færni til framt

Færni til framtíðar á starfsdegi

Starfsfólk leikskóladeildar og yngstu bekkja Víkurskóla sótti á starfsdegi námskeið hjá Sabínu Steinunni Halldórsdóttur sem kynnti hugmyndafræðina færni til framtíðar. Námskeiðið fólst í örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi og fékk starfsfólk að sjálfsögðu að fara út í góða veðrið og prófa sig áfram. Sabína heldur úti facebook síðu um hugmyndafræðina sem sjá má hér.

faerni til klippt

Loðna í fjörunni

Það hljóp aldeilis á snærið hjá okkur landkröbbunum í gær þegar loðnu rak á Víkurfjöruna, í náttúrufræðitíma hjá 3. – 5.bekk var handagangur í öskjunni, nemendur mældu loðnuna og rannsökuðu hana hátt og lágt og skoðuðu í víðsjá. Leikskólanemendur ásamt 1. og 2. bekk tóku líka sinn skerf að aflanum og skoðuðu og krufu.

Byggingarlist

Trékubbar leikskólans eru eftirsóttir í valstundum elstu barnanna. Víkurskóli er  svo heppinn að eiga vandað og stórt einingakubbasett sem og kaplakubba til að örva sköpunarkraft og stærðfræðikunnáttu barnanna. Þeir Sigurgeir Máni og Bjarni Steinn unnu saman að því í morgun að byggja þennan fallega turn úr kaplakubbum og að sjálfsögðu varð að mynda bygginguna og smiðina að verki loknu.

bjarni og sigurgeir

Laugardagar í íþróttahúsinu

Stjórn foreldrafélagsins hefur ákveðið að hafa opið í íþróttahúsinu á laugardögum fyrir leikskólabörn og fá foreldra til að skiptast á að mæta og búa til einhverja þrautabraut og/eða halda svolítið utan um tímann. Búið er að skipta dögunum niður á foreldra og senda í tölvupósti. Planið er að hafa opið hús frá 10:15 til 11:00 og er fyrsta opnun núna laugardaginn 13. apríl.

IMG_2336 IMG_2298

Dagur leikskólans

Í tilefni af degi leikskólans var opið hús í öllum deildum Víkurskóla. Að eigin frumkvæði settu nemendur leikskóladeildar upp snyrtistofu og buðu upp á hárgreiðslu og ýmiskonar snyrtingu.

IMG_2385

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli Mánaland 487-1241

Íþróttamiðstöð 487-1174

Skólabílar:

487-1494

Ingi Már 894-9422

Hjördís Rut 861-0294

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Grunnskóli

Einelti tilkynningarblað

Umsókn um leyfi

Umsókn um dægradvöl

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Þórunn Jóna Hauksdóttir forstöðumaður
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 
thorunnjona@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

30.september samræmt próf 4.bekkur (ísl)

1.október samræmt próf 4.bekkur (stæ)

2.oktober starfdagur (dægradvöl lokuð)

26.október starfsdagur (dægradvöl lokuð)

27.október foreldra\nemendadagur

Erasmus+
Mentor

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Forritarar

Myndir