Forsíða

Zumba í Víkurskóla!

Eins og allir vita fór Lífshlaupið 2020 af stað í gær 5. febrúar.  Í Víkurskóla var tekið forskot á sæluna þriðjudaginn 4. febrúar þegar nemendur og starfsfólk komu saman á sal skólans og dönsuðu zumba saman. Zumba er skemmtileg hreyfing sem allir geta tekið þátt í. Þetta varð hin besta skemmtun. Nú er Lífshlaupið komið á fullt skrið og nemendur og starfsfólk ætla svo sannarlega að taka þátt í verkefninu með lífsgleði að leiðarljósi.

Fjör í Hjallarofinu

Loksins fengum við frábæra útivistardaga í síðustu viku og nýttu nemendur þá aldeilis vel. Dægradvalarhópurinn fór að renna í Hjallarofinu og það gerðu krakkarnir í forskólahópnum líka. Hér er mynd af þessum flotta hópi. Þau voru ótrúlega dugleg að pjakka upp hlíðina ferð eftir ferð. Sannarlega góð og holl útivist.

Lífshlaupið 2020

Þann 5. febrúar hefst Lífshlaupið í Víkurskóla. Þetta er annað árið sem við tökum þátt í þessu skemmtilega verkefni sem fram fer á landsvísu. Allir nemendur ætla að taka þátt og starfsmenn láta ekki sitt eftir liggja. Við hvetjum foreldra til að leggja verkefninu lið. Nemendakeppnin stendur yfir í 2 vikur. Hér er upplýsingabréf vegna verkefnisins.

Þorrablót Víkurskóla

Að venju var þorra blótað í Víkurskóla. Blótið gekk í alla staði vel og allir hefðbundnir fastir liðir á dagskrá. Nemendur og starfsfólk borðuðu þorramat saman. Eftir matinn komu allir saman á sal skólans og sungu þorralög og nemendaráðið flutti vandaðan annál sem tók á helstu viðburðum í skólastarfinu milli blóta. Að þessari dagskrá lokinni var að venju tekið í spil. Nemendur í 5.-10. bekk spiluðu félagsvist og nemendur í 1.-4. bekk spiluðu Ólsen, Ólsen. Hér má sjá sigurvegarna, Andra Berg í 4. bekk og Agnesi Edith í 7. bekk. Við óskum þeim til hamingju!

Listasmiðja í Víkurskóla

Sögur af sjónum

Listakonurnar Ásthildur Jónsdóttir og Guðbjörg Lind Jónsdóttir komu í heimsókn í Víkurskóla með Listasmiðjuna Sögur af sjónum.  Heimsóknin er liður í  jarðvangsfræðslu Víkurskóla, en skólinn er einn af þremur jarðvangsskólum Kötlu Geopark. Allir nemendur í 1.-10. bekk tóku þátt.

Í  verkefninu er lögð áhersla á að vinna listrænt með minningar og tilfinningar tengdar hafinu.  Hafið og vatnsbúskapur jarðarinnar hefur mikil áhrif á hvernig heimurinn þróast.  Það er mikilvægt fyrir alla að skilja hvernig vatn og lífið í hafinu tengist fólkinu sem býr á jörðinni. Þjóðir heims byggja afkomu sína á vatnsbúskap.  Víða í heiminum eru hættulegar aðstæður vegna vatnsskorts. Verkefni Ásthildar og Guðbjargar Lindar er þverfaglegt og gefur forsendur fyrir kennara að halda áfram með vinnuna og nálgast málefni hafsins út frá ólíkum upphafspunktum.  Afrakstur vinnunnar verður sýndur á Barnamenningarhátíð í sameiginlegri innsetningu í Listasafni Reykjavíkur á komandi vori.

Það er mikil fengur fyrir nemendur Víkurskóla að fá svona heimsókn.  Ánægjulegt var að sjá hvað allir höfðu gaman af að skapa og læra í smiðjunni sem sannarlega  færði anda hafsins inn í skólann.  Skólinn er afar þakklátur þessum tveimur listakonum fyrir að koma með þetta skapandi verkefni inn í skólastarfið og þakkar Ásthildi og Guðbjörgu Lind kærlega fyrir komuna.

Fleiri Myndir.

Ferðaskrifstofur í Víkurskóla

Nemendur í 7.-8. bekk hafa að undanförnu unnið að skemmtilegu verkefni með Sif Hauksdóttur kennara. Það fólst í því að velja land, borg eða svæði, kynna sér það rækilega og útbúa fjölbreytt kynningarefni. Lokaverkefnið var svo að setja upp ferðaskrifstofubás í skólanum. Nemendum í 5.-10. bekk og starfsmönnum var boðið í heimsókn til ferðaskrifstofanna til að kynna sér það sem krakkarnir höfðu útbúið. Það var gaman að sjá hvað krakkarnir höfðu lagt metnað í verkefnið og voru greinilega búin að útbúa sig vel fyrir spurninaflóð gestanna.

Á Litlu-jólum Víkurskóla voru veittar viðurkenningar fyrir bestu hugmynd að merki fyrir Erasmus+ verkefnið okkar. Efnt var til samkeppni innan skólans í 5.-10. bekk um merki. Fjölmargar góðar hugmyndir bárust. Valin voru þrjú merki til að senda inn í samkeppni á netinu við hina skólana sem við vinnum með. Okkar merki hlutu ekki brautargengi í samkeppninni en þau voru samt öll mjög frambærileg. Á myndinni má sjá vinningshafa innan skólans; Í 1. sæti voru Arnfríður Mára og Agnes, í 2. sæti Tara Karitas og í 3. sæti Johan Olof Ísóflur. Við óskum þeim til hamingju og þökkum jafnframt öllum þeim sem sendu inn merki fyrir þátttökuna.

Aðventuferð á Syngjandann

Aðventan er dásamlegur tími og við nýtum hana til þess að eiga góðar stundir saman. Eitt af því sem við gerðum var að fara öll saman á Syngjandann og nýta okkur þá fínu útikennslustofu. Nemendur í 9.-10. bekk fóru á undan og undirbjuggu eldstæðið og tálguðu grillpinna. Þannig að allt var klárt þegar stóri hópurinn mætti. Við vorum svo heppin að Grýla átti leið hjá og slóst í för með okkur. Hún gat frætt okkur um ýmislegt úr gamla og nýja tímanum. Þá veitti krummi okkur mikla athygli og auðvitað var lagið teki fyrir hann. Afskaplega vel heppnuð stund á Syngjandanum og veðrið gat ekki verið betra. Myndirnar tala sínu máli.

Fleiri Myndir

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli Mánaland 487-1241

Íþróttamiðstöð 487-1174

Skólabílar:

487-1494

Ingi Már 894-9422

Hjördís Rut 861-0294

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Leikskóli

Umsókn um vistun

Breytingar á vistunartíma

Uppsögn á leikskólavistun

Grunnskóli

Umsókn um leyfi nemanda

Einelti tilkynningarblað

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Þórunn Jóna Hauksdóttir forstöðumaður
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 
thorunnjona@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

25.Maí Vordagar

26.Maí Vordagar

27.Maí Vorgleði

28.Maí Starfsdagur

29.Maí Skólaslit

Erasmus+
Mentor

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Forritarar

Myndir