Forsíða

Ólympíuhlaup ÍSÍ í Víkurskóla

Í dag, 19. september, þreyttu nemendur Víkurskóla Ólympíuhlaup ÍSÍ í hinu besta veðri. Allir nemendur sem voru mættir í skólann og næstum allir starfsmenn tóku þátt og stóðu sig með prýði. Nemendur gátu valið um 3 vegalendir til þess að hlaupa. Samtals hlupu þátttakendur 230 kílómetra. Allir komu endurnærðir til baka eftir þessa frábæru útiveru og lýðheilsuæfingu. (höf. Elín)

Haustferð í Hjörleifshöfða

Þriðjudaginn 12. september fóru nemendur og starfsfólk skólans í haustferð í Hjörleifshöfða. Tilgangur ferðarinnar var margþættur. Ferðin er hluti af verkefni skólans sem jarðvangsskóla, dagur náttúrunnar er á næsta leyti og svo er holl hreyfing og útivera eitt af markmiðum okkar í skólastarfinu. Hópnum var skipt í tvennt, nemendur 1.-5. bekkjar gengu suður fyrir Hjörleifshöfða og skoðuð Gígjargjána og hittu þar fyrir sjálfa Kötlu úr þjóðsögunni uppábúna. Þau fengu fræðslu um Kötlugosið 1918, jarðfræði, plöntur, landnám Hjörleifs svo eitthvað sé nefnt. Svo var borðað nesti áður en haldið var heim. Eldri nemendur  gengu upp að bæjarstæðinu í Höfðanum þar sem Þórir N. Kjartansson fræddi þau um búsetu í Hjörleifshöfða og áhrif Kötlugossins 1918 á búsetuna. Að því búnu gengu krakkarnir upp á top Hjörleifshöfða þar sem landnám Hjörleifs var rifjað upp og auðvitað borðað nesti í leiðinni.

Í alla staði vel heppnuð ferð og veðrið lék við okkur á þessu fallega haustdegi. (höf. Elín)

Fleiri myndir í myndaalbúmi hér

Göngum í skólann!

Í dag hefst formlega skemmtilegt forvarnaverkefni á landsvísu sem Víkurskóli tekur þátt í. Það heitir Göngum í skólann. Vefsíða verkefnisins er www.gongumiskolann.is. Verkefnið stendur frá 5. september til 10. október.
Eins og yfirskrift verkefnis ber með sér er áskorun um að nemendur gangi í skólann. Við gerum okkur grein fyrir að aðstæður okkar nemenda eru mismunandi þannig að hver þarf að aðlaga sig að því. EInhverjir foreldrar yngstu barnanna hér í þorpinu hefðu kannski tök á því að ganga með sínu barni/börnum í skólann. En markmiðið er að sem flestir komi gangandi, skokkandi eða hjólandi í skólann.

En verkefnið felur margt fleira í sér og við stefnum m.a. að nemendur fari og skoði öryggismál fyrir gangandi vegfarandur hér í Vík, átti sig á helstu umferðarmerkjum og komi með tillögur að úrbótum.

Við reynum að flétta verkefnið inn í sem flestar námsgreinar. T.d. mun 1.-4. bekkur læra skemmtileg göngulög í tónmennt og nota þau svo í gönguferðum.

Við ætlum að bæta við auka 15 mínútna hreyfistund 3 daga vikunnar, fara í fjallgöngur og örugglega margt fleira skemmtilegt sem okkur dettur í hug.

Þetta verkefni fellur mjög vel að stóra verkefninu okkar; Heilsueflandi grunnskóli. (höf. Elín)

Hressir krakkar í 7.-8. bekk á leið í hreyfistund á fyrsta degi verkefnisins.

Víkurskóli var settur 24. ágúst sl. í blíðskaparveðri. Skráðir nemendur við skólann eru 53 og er það sami fjöldi og á síðasta skólaári. Við athöfnina voru fyrrum skólabílstjórar skólans sem létu af störfum í vor, heiðraðir sérstaklega. Eyjólfur Sigurjónsson hefur keyrt skólabíl í samfellt 49 ár. Hann hefur meira að segja náð að keyra þrjá ættliði úr sömu fjölskyldunni í skólann. Árni Oddsteinsson hefur keyrt skólabíl í um aldarfjórðung. Það sem einkenndi störf þeirra var traust, virðing og ljúfmennska gagnvart nemendum og starfsfólki. Við færum þeim miklar þakkir en bjóðum jafnframt hjónin á Suður Fossi, þau Inga Má og Hjördísi Rut velkomin til starfa sem nýir skólabílstjórar Víkurskóla. (höf. Elín)

Skólaslit Víkurskóla 2018

Víkurskóla var slitið við hátíðlega athöfn 1. júní sl. Þá útskrifuðust 9 nemendur úr skólanum. Við óskum þeim alls hins besta og erum þess fullviss að þau munu standa sig vel í hverju sem þau taka sér fyrir hendur.

Söfnun fyrir Unicef-hreyfinguna

Við fengum ánægjulegt bréf frá UNICEF á Íslandi þar sem kemur fram hvað krakkarnir okkar stóðu sig vel við söfnunina:

,,Við höfum tekið saman öll framlög Víkurskóla fyrir UNICEF-hreyfinguna og í ár söfnuðu börnin 129.355 KR. Það er frábær árangur!

Fyrir þessa upphæð getur UNICEF aðstoðað fjölda barna í neyð.

Sem dæmi væri hægt að fá námsgögn fyrir 246 BÖRN, eða 6 skóla í kassa [1] og BÚA TIL SKÓLA FYRIR 240 BÖRN í neyðaraðstæðum.

Fyrir upphæðina sem þið söfnuðu væri líka hægt að kaupa 3 VATNSDÆLUR, en slíkar dælur spara börnum gríðarlegan tíma sem annars fer í ganga langar leiðir til að sækja vatn fyrir fjölskylduna. Börnin eiga þá frekar tíma til að sækja skóla.

Jarðhnetumauk bjargar lífi barna sem ekki hafa fengið nóg að borða og eru orðin veik. Fyrir peninginn sem þið söfnuðu er hægt að kaupa 3.155 SKAMMTA AF JARÐHNETUMAUKI. Það er ótrúlega mikið! Og mun hjálpa svo mörgum börnum.

Til hamingju með þennan árangur. Við vonum að þið hafið haft gaman af og hlökkum til að vinna með áfram með ykkur að því að GERA HEIMINN BETRI FYRIR ÖLL BÖRN ❤’’

Skólaslit Víkurskóla verða föstudaginn

1. júní klukkan 11:00.

Við vonumst til að sjá sem flesta foreldra með börnum sínum á skólaslitunu

Í 9. bekk Víkurskóla eru 4 nemendur af 4 þjóðernum. Nýbúarnir okkar héldu kynningu á löndunum sínum og þjóðareinkennum fyrir bekkjarbróður sinn í 9. bekk og nemendur 7.-8. bekkjar síðasliðinn miðvikudag 18. apríl. Þau heita Barbora sem kemur frá Litháen, Lukasz frá Póllandi og Márton frá Ungverjalandi. Þau stóðu sig mjög vel og nemendur sem á hlýddu urðu margsvísari.

Héraðskeppni Stóru-Upplestrarkeppninnar 2018


Lokakeppni Stóru-upplestrarkeppninnar á Suðurlandi var haldin við hátíðlega athöfn á Hótel Kötlu að Höfðabrekku í Mýrdal fimmtudaginn 5. apríl 2018. Keppendur fyrir okkar hönd voru þau Karl Anders Þórólfur Karlsson og Urður Ósk Árnadóttir.  Þrettán lesarar tóku þátt eftir að hafa orðið hlutskarpastir í forkeppnum í skólunum sínum en það eru sex skólar á okkar svæði sem taka þátt í keppninni.  Öll þrettán stóðu sig með miklum ágætum en það eru bara þrír keppendur sem geta unnið til verðlauna. Að lokinni keppni og störfum dómnefndar var boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð.  Í dómnefnd sátu Þórður Helgason sem er fyrrverandi dósent við HÍ, Elínborg Sigurðardóttir og Katrín Andrésdóttir sem báðar eru fyrrverandi kennsluráðgjafar á Skólaskrifstofu Suðurlands. Dómnefnd var vissulega mikill vandi á höndum en niðurstaðan varð sú að Herborg Sindradóttir, Grunnskóla Vestmannaeyja varð í fyrsta sæti, Karl Anders Þórólfur Karlsson, Víkurskóla í öðru sæti og Jón Grétar Jónsson, Grunnskóla Vestmannaeyja í því þriðja. Óskum við þeim öllum hjartanlega til hamingju. Við þökkum öllum sem aðstoðuðu við undirbúning og keppnina sjálfa.  Sérstakar þakkir fá húsbændur og starfsfólk á Höfðabrekku (höf. Þorkell)

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli Mánaland 487-1241

Íþróttamiðstöð 487-1174

Skólabílar:

487-1494

Ingi Már 894-9422

Hjördís Rut 861-0294

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Leikskóli

Umsókn um vistun

Breytingar á vistunartíma

Uppsögn á leikskólavistun

Grunnskóli

Umsókn um leyfi nemanda

Einelti tilkynningarblað

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Edda G. Antonsdóttir deildarstjóri/kennsluráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8627522
edda@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

Foreldraviðtöl 5. feb.

Þorrablót 30. jan.

samræmdra könnunarprófa í 9. bekk

Mánudagur 11. Mars Íslenska

Þriðjudagur 12. Mars Stærðfræði

Miðvikudagur 13. Mars Enska

Árshátið 10. Apríl!

Erasmus+
Mentor

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Forritarar

Myndir