Forsíða

Kaffihúskvöldið okkar

Kaffihúskvöldið okkar í Víkurskóla tókst mjög vel og var að venju vel sótt.  Þessi viðburður skólastarfsins er haldinn í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember.

Karl Anders nemandi í 8. bekk og verðlaunahafi Stóru-Upplestrarkeppninnar 2018 las nokkur ljóð eftir Þórarinn Eldjárn. Egill nemandi í 7. bekk og Marton nemandi í 10. bekk spiluðu á gítar ásamt Brian tónskólastjóra. Aðalgestur kvöldsins var Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur hún las upp úr nýútkomnum bókum sínum. Það er ekki orðum aukið að Kristín Helga heillaði viðstadda með skemmtilegum upplestri og frásögnum. Við þökkum henni kærlega fyrir að heiðra okkur með heimsókn.

Að dagskrá lokinni buðu nemendur uppá glæsilegt kaffihlaðborð en þeir höfðu bakað allt sem boðið var uppá undir stjórn Victoriu umsjónarkennara 10. bekkjar. (höf. Elín)

Skólaþing nemenda í 5.-10. bekk

Einn af grunnþáttum menntunar í grunnskóla er lýðræði og mannréttindi. Í Víkurskóla leggjum við áherslu á þjálfa börn í samræðum og virkri hlustun. Viðleitni í þá átt er skólaþing nemenda. Við héldum slíkt þing í gær miðvikudaginn 17. nóvember með þátttöku nemenda í 5.-10. bekk. Viðfangsefni þingsins voru málefni sem tengjast skólanum með beinum hætti og eru nemendum mjög hugleikin; samskipti, námið, skólaumhverfið, félagslíf og matur/morgunhressing. Nemendum var skipt í 5 hópa og fengu allir tækifæri á að ræða öll málefnin og hópstjórar sáu um að skrá niður það sem rætt var. Í framhaldinu voru niðurstöðurnar skráðar á töflu og síðan sáu kennarar um að skrá þær í tölvu og flokka. Frekari úrvinnsla fer svo fram hjá nemendum og verður grunnur að úrbótum á því sem nemendum finnst helst þurfa.

Krakkarnir stóðu sig með sóma og þau voru mjög ánægð með að fá að tjá sig og koma sínum skoðunum á framfæri. (höf. Elín)

Katla 100 ára

Einn af stóru viðburðum ársins hjá okkur í Víkurskóla var 100 ára afmæli eldstöðvarinnar Kötlu, 12. október. Þess var minnst með gríðarstórri ráðstefnu sem fór fram í íþróttahúsinu okkar. Hlutverk nemenda í afmælisundirbúningnum var að útbúa skreytingar og fræðsluefni sem prýddu skólann og íþróttahúsið á hátíðinni. Eldri nemendur tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá sem var sett upp í skólanum ásamt nemendum úr Hvolsskóla og Kirkjubæjarskóla. Þar fengu nemendur tækifæri til að hitta fræða- og vísindamenn frá Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Kötlu jarðvangi. Þeir settu upp spennandi fræðslu og upplifanir fyrir nemendur á nokkrum stöðvum í skólanum. Nemendur voru margs vísari enda afar mikilvægt að þeir eins og aðrir íbúar á okkar svæði hafi góða þekkingu á Kötlu og hvers má vænta þegar hún einn góðan veðurdag gýs. Við erum afar þakklát fyrir að fá þessa frábæru gesti til okkar í Víkurskóla. (höf. Elín)

Fleiri myndir í myndaalbúmi hér..

List fyrir alla í Víkurskóla

Í dag fengu við góðan gest í heimsókn í skólann okkar á vegum verkefnisins ,,List fyrir alla’’ sem er verkefni á vegum íslenska ríkisins. Markmið verkefnisins er að nemendur fái í gegnum grunnskólagönguna að upplifa sem flest listform.

Að þessu sinn fengu nemendur að upplifa brúðuleikhús á vegum Handbendis sem er lítið brúðuleikhús á Hvammstanga. Stofnandi þess Greta Clough kom til okkar með sýninguna um Búkollu og að henni lokinni fengu nemendur tækifæri og leiðsögn í að hanna sína eigin leikbrúðu. Þegar því var lokið var sköpunargleði nemenda engin takmörk sett og margir fóru á flug við að semja leikverk.

Við þökkum Handbendi og Gretu kærlega fyrir frábæra heimsókn til okkar.

Hér má fræðast nánar um verkefnið: https://listfyriralla.is/event/bukolla/  (höf. Elín)

Brúðuleikhús

Í dag bauð Þjóðleikhúsið í samstarfi við Brúðuheima nemendum í 1.-6. bekk og elsta hópi leikskólans upp á leiksýningu. Sýningin heitir Sögustund og henni stýrir brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik. Þessi sýning fer vítt og breitt um landið og er viðleitni Þjóðleikhússins til að verða meira þjóðleikhús. Við þökkum Þjóðleihúsinu kærlega fyrir komuna til okkar. Skólinn fékk sýningarastöðu á Hótel Kötlu og færum við staðarhöldurum þar bestu þakkir fyrir. (höf. Elín E.)

Ólympíuhlaup ÍSÍ í Víkurskóla

Í dag, 19. september, þreyttu nemendur Víkurskóla Ólympíuhlaup ÍSÍ í hinu besta veðri. Allir nemendur sem voru mættir í skólann og næstum allir starfsmenn tóku þátt og stóðu sig með prýði. Nemendur gátu valið um 3 vegalendir til þess að hlaupa. Samtals hlupu þátttakendur 230 kílómetra. Allir komu endurnærðir til baka eftir þessa frábæru útiveru og lýðheilsuæfingu. (höf. Elín)

Haustferð í Hjörleifshöfða

Þriðjudaginn 12. september fóru nemendur og starfsfólk skólans í haustferð í Hjörleifshöfða. Tilgangur ferðarinnar var margþættur. Ferðin er hluti af verkefni skólans sem jarðvangsskóla, dagur náttúrunnar er á næsta leyti og svo er holl hreyfing og útivera eitt af markmiðum okkar í skólastarfinu. Hópnum var skipt í tvennt, nemendur 1.-5. bekkjar gengu suður fyrir Hjörleifshöfða og skoðuð Gígjargjána og hittu þar fyrir sjálfa Kötlu úr þjóðsögunni uppábúna. Þau fengu fræðslu um Kötlugosið 1918, jarðfræði, plöntur, landnám Hjörleifs svo eitthvað sé nefnt. Svo var borðað nesti áður en haldið var heim. Eldri nemendur  gengu upp að bæjarstæðinu í Höfðanum þar sem Þórir N. Kjartansson fræddi þau um búsetu í Hjörleifshöfða og áhrif Kötlugossins 1918 á búsetuna. Að því búnu gengu krakkarnir upp á top Hjörleifshöfða þar sem landnám Hjörleifs var rifjað upp og auðvitað borðað nesti í leiðinni.

Í alla staði vel heppnuð ferð og veðrið lék við okkur á þessu fallega haustdegi. (höf. Elín)

Fleiri myndir í myndaalbúmi hér

Göngum í skólann!

Í dag hefst formlega skemmtilegt forvarnaverkefni á landsvísu sem Víkurskóli tekur þátt í. Það heitir Göngum í skólann. Vefsíða verkefnisins er www.gongumiskolann.is. Verkefnið stendur frá 5. september til 10. október.
Eins og yfirskrift verkefnis ber með sér er áskorun um að nemendur gangi í skólann. Við gerum okkur grein fyrir að aðstæður okkar nemenda eru mismunandi þannig að hver þarf að aðlaga sig að því. EInhverjir foreldrar yngstu barnanna hér í þorpinu hefðu kannski tök á því að ganga með sínu barni/börnum í skólann. En markmiðið er að sem flestir komi gangandi, skokkandi eða hjólandi í skólann.

En verkefnið felur margt fleira í sér og við stefnum m.a. að nemendur fari og skoði öryggismál fyrir gangandi vegfarandur hér í Vík, átti sig á helstu umferðarmerkjum og komi með tillögur að úrbótum.

Við reynum að flétta verkefnið inn í sem flestar námsgreinar. T.d. mun 1.-4. bekkur læra skemmtileg göngulög í tónmennt og nota þau svo í gönguferðum.

Við ætlum að bæta við auka 15 mínútna hreyfistund 3 daga vikunnar, fara í fjallgöngur og örugglega margt fleira skemmtilegt sem okkur dettur í hug.

Þetta verkefni fellur mjög vel að stóra verkefninu okkar; Heilsueflandi grunnskóli. (höf. Elín)

Hressir krakkar í 7.-8. bekk á leið í hreyfistund á fyrsta degi verkefnisins.

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli Mánaland 487-1241

Íþróttamiðstöð 487-1174

Skólabílar:

487-1494

Ingi Már 894-9422

Hjördís Rut 861-0294

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Leikskóli

Umsókn um vistun

Breytingar á vistunartíma

Uppsögn á leikskólavistun

Grunnskóli

Umsókn um leyfi nemanda

Einelti tilkynningarblað

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Edda G. Antonsdóttir deildarstjóri/kennsluráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8627522
edda@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

Foreldraviðtöl 5. feb.

Þorrablót 30. jan.

samræmdra könnunarprófa í 9. bekk

Mánudagur 11. Mars Íslenska

Þriðjudagur 12. Mars Stærðfræði

Miðvikudagur 13. Mars Enska

Árshátið 10. Apríl!

Erasmus+
Mentor

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Forritarar

Myndir