Forsíða

Aðventuferð á Syngjandann

Aðventan er dásamlegur tími og við nýtum hana til þess að eiga góðar stundir saman. Eitt af því sem við gerðum var að fara öll saman á Syngjandann og nýta okkur þá fínu útikennslustofu. Nemendur í 9.-10. bekk fóru á undan og undirbjuggu eldstæðið og tálguðu grillpinna. Þannig að allt var klárt þegar stóri hópurinn mætti. Við vorum svo heppin að Grýla átti leið hjá og slóst í för með okkur. Hún gat frætt okkur um ýmislegt úr gamla og nýja tímanum. Þá veitti krummi okkur mikla athygli og auðvitað var lagið teki fyrir hann. Afskaplega vel heppnuð stund á Syngjandanum og veðrið gat ekki verið betra. Myndirnar tala sínu máli.

Fleiri Myndir

Flóaskóli kom í heimsókn

Starfsfólk Flóaskóla kom í heimsókn í Víkurskóla í gær miðvikudaginn 27. nóvember. Þau fengu fræðslu um skólann og þær áherslur sem við setjum á oddinn í skólstarfinu. Þau höfðu sérstakan áhuga á að skoða nýja útikennslusvæðið okkar og endaði heimsóknin þar. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

Erasmus+hópurinn í fyrstu ferð

Þessi flotti hópur er nú staddur í fyrstu nemendaferð verkefnisins Fit for Life í Póllandi. Þeirra bíður þétt dagskrá með fullt af spennandi verkefnum og viðburðum.

Jóladagskrá Víkurskóla

PDF skjal

Við fengum góða gjöf!

Hún Guðrún Hildur er einn af velunnurum Víkurskóla auk þess sem hún á tæp 5% nemenda í skólanum. Í dag færði hún nemendum í forskóla þessu fínu endurskinsvesti sem koma sér heldur betur vel núna í skammdeginu. Á myndinni má sjá Guðrúnu Hildi og Önnu Birnu umsjónarmann Dægradvalar Víkurskóla. Við færum Guðrúnu Hildi okkar bestu og einlægustu þakkir fyrir gjöfina

Forskóli í Víkurskóla

Þann 18. nóvember sl fjölgaði um 9 nemendur í Víkurskóla en þá flutti elsti árgangurinn á leikskólanum Mánalandi yfir í Víkurskóla.  Þessi flotti hópur vinnur eftir áherslum námskrár leikskóla en mun að sjálfsögðu taka þátt í samstarfi við krakkana í grunnskólanum. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin!

Kaffihúskvöld

Árlegt kaffihúskvöld Víkurskóla í tilefni af degi íslenskrar tungu fór fram 14. nóvember sl. Að þessu sinn sáu nemendur og kennarar alfarið um dagskrána. Í tilefni af 200 ára ártíð Jóns Árnasonar þjósagnasafnara fluttu nemendur dagksrá sem tengdist þjóðsögum. Nemendur 8. bekkjar fluttu kynningu um líf og starf Jóns, nemendur 7. bekkjar lásu upp þjóðsöguna um Höfðabrekku-Jóku. Þess má geta að Stóra upplestrarkeppnin hefst á degi íslenskrar tungu þannig að þetta var fyrsti formlegi upplestur krakkana í 7. bekk.  Krakkarnir í 5.-6. bekk  léku og lásu þekktar frásagnir af Bakkabræðrum og nemendur í 1.-4. bekk sungu og léku þjóðsöguna um Kirkjusmiðinn á Reyni. Þá sungu nemendur í 1.-6. bekk undir stjórn Önnu Björnsdóttur, m.a þekkt lög við texta Jónasar Hallgrímssonar sem er afar viðeigandi því dagur íslenskrar tungu er einmitt haldinn hátíðlegur á fæðingardegi hans. Síðast en ekki síst var öllum gestum boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð að dagskrá lokinni. Afskaplega vel heppnað kvöld í Víkurskóla.

Hrekkjavaka 5.-10. bekkjar

Þann 31. október héldu krakkarnir í 5.-10. bekk hrekkjavökuball. Nemendaráðið tók að sér skipulagningu og skreytingar og krakkarnir í 5.-6. bekk aðstoðuðu við að gera dýrindis veisluborð að hætti Victoriu umsjónarkennara 9.-10. bekkjar. Farið var í leiki og auðvitað hina sívinsælu limbókeppni. Sjoppan var líka á sínum stað. Virkilega vel heppnaður viðburður hjá krökkunum.

Fleiri Myndir

Pólskukennsla í Víkurskóla

Í Víkurskóla eru 5 nemendur sem eiga pólsku að móðurmáli. Það er mikilvægt að styrkja og efla móðurmálið og því fá krakkarnir 2 kennslustundir á viku í pólsku. Við erum svo heppin að hafa í okkar samfélagi menntaðan kennara sem getur sinnt þessum börnum. Hann heitir Zbignew Rutkowski og við bjóðum hann velkomin í hópinn. Á myndinni má sjá hópinn ásamt kennaranum þeirra.

Upplýsingar

Símanúmer:

Grunnskóli  487-1242
Leikskóli Mánaland 487-1241

Íþróttamiðstöð 487-1174

Skólabílar:

487-1494

Ingi Már 894-9422

Hjördís Rut 861-0294

Matur

Matseðill

Eyðublöð

Leikskóli

Umsókn um vistun

Breytingar á vistunartíma

Uppsögn á leikskólavistun

Grunnskóli

Umsókn um leyfi nemanda

Einelti tilkynningarblað

Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan

GetAdobe

Stundaskrár
Stoðþjónusta

Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu

Þórunn Jóna Hauksdóttir forstöðumaður
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 
thorunnjona@skolamal.is
 
Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur
Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu
s. 4878125 / 8618672
ragnar@skolamal.is
 
Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 / 8456780
sigridur@skolamal.is     
 
Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli
s. 4878107 /8618674
svava@skolamal.is  

Á döfinni

4.desember Heimsókn í Víkurkirkju

6.Desember Jólaferð á syngjandann

10.Desember Nemendur 1-6.bekk syngja á hjallatúni klukkan 11:00

12.Desember Boðsferð á hraunsýningu klukkan 11:00

16.Desember  Helgileikur á hjallatúni klukkan 13:10 1.-6.bekkur
Jóladansleikur 5.-10.bekkjar 19:30-22:00. Skólaakstur

17.Desember Litlu-Jól 10:00-14:00

18.Desember Jólafrí  sjáumst aftur 6.Janúar klukkan 08:10.

Erasmus+
Mentor

Hér er hægt að skrá sig inn á Mentor

InfoMentor_RGB_Trans

Ef þig vantar aðgang er hægt að hafa samband við skólann

Forritarar

Myndir