Skíðaferð

Þann 17. febrúar fóru nemendur í 7.-10. bekk ásamt fararstjórum í skíðaferð í Bláfjöll. Lagt var af stað snemma morguns með nesti í farteskinu. Skíðað var frá klukkan 11-16 í frábæru veðri. Einhverjir voru að stíga sín fyrstu skref í skíðamennskunni en aðrir voru búnir að fá undirstöðu áður. Allt gekk eins og í sögu og krakkarnir voru mjög ánægð með ferðina og voru til fyrirmyndar í einu og öllu. Á leiðinni heim var komið við í Hveragerði til þess að fá sér í svanginn.