Skólaslit Víkurskóla

Víkurskóla var slitið við hátíðalega athöfn föstudaginn 29. maí s.l. Að þessu sinni voru fjórir nemendur útskrifaðir úr 10. bekk. Við sendum þeim okkar bestu framtíðaróskir. Jafnframt útskrifuðust níu nemendur úr forskóladeild og þau munu mæta glöð og kát til leiks í 1. bekk á næsta skólaári. Fyrir hönd skólans sendi ég nemendum, foreldrum og starfsfólki bestu sumarkveðjur. Jafnframt sendi ég samstarfsaðilum og velunnurum Víkurskóla kærar kveðjur með þakklæti fyrir samstarfið á skólaárinu.

Skólastjóri