Skólaþing nemenda í 5.-10. bekk

Einn af grunnþáttum menntunar í grunnskóla er lýðræði og mannréttindi. Í Víkurskóla leggjum við áherslu á þjálfa börn í samræðum og virkri hlustun. Viðleitni í þá átt er skólaþing nemenda. Við héldum slíkt þing í gær miðvikudaginn 17. nóvember með þátttöku nemenda í 5.-10. bekk. Viðfangsefni þingsins voru málefni sem tengjast skólanum með beinum hætti og eru nemendum mjög hugleikin; samskipti, námið, skólaumhverfið, félagslíf og matur/morgunhressing. Nemendum var skipt í 5 hópa og fengu allir tækifæri á að ræða öll málefnin og hópstjórar sáu um að skrá niður það sem rætt var. Í framhaldinu voru niðurstöðurnar skráðar á töflu og síðan sáu kennarar um að skrá þær í tölvu og flokka. Frekari úrvinnsla fer svo fram hjá nemendum og verður grunnur að úrbótum á því sem nemendum finnst helst þurfa.

Krakkarnir stóðu sig með sóma og þau voru mjög ánægð með að fá að tjá sig og koma sínum skoðunum á framfæri. (höf. Elín)