Sleðaferð í Norður Vík

Í tilefni þess hversu krakkarnir stóðu sig vel í Lífshlaupinu ákváðum við að gera okkur glaðan dag og skelltum okkur í sleðaferð í Norður-Víkur túnið. Við fengum tvo pabba úr hópnum og einn frænda til þess að draga krakkana upp þannig að hægt væri að fara sem flestar salíbunur niður. Það voru þeir Sigurður Gýmir, Óðinn og Einar Vignir. Við þökkum þeim kærlega fyrir aðstoðina. Ingi Már annar af skólabílstjórunum okkar góðu tók að sér að ferja hópinn á milli staða til þess að við gætum átt sem lengstan tíma í brekkunni. Þegar allir voru búnir að renna sér bauð Æsa í Norður-Vík öllum inn í heitt kakó og kunnum við henni okkar bestu þakkir fyrir.

Hressandi og góð útivist og allir komu brosandi tilbaka.