Stærðfræðifjör 1.-6. bekkjar

Í vetur hafa nemendur í 1.-6. bekk komið saman í stærðfræðifjör. Þá vinna krakkarnir að fjölbreyttum stærðfræðiverkefnum í blönduðum aldurshópum. Í góða veðrinu um daginn fór hópurinn niður í fjöru og sett var af stað sandkastalasamkeppni. Þar reyndi á samvinnu, útsjónasemi, form og frumlegheit. Krakkarnir stóðu sig afskaplega vel og að afloknu verkefninu fengu allir hópar viðurkenningu. Flokkarnir voru:

  • Hugrekki
  • Liðsheild
  • Samvinna
  • Fara út fyrir kassann
  • Flottasti og frumlegasti sandkastalinn

Sannarlega skemmtilegt verkefni í umsjón þeirra Sifjar og Hrundar.