Stærðfræðifjör

Myndirnar tala sínu máli, en í dag unnum við þvert á alla bekki og komum saman í sannkölluðu stærðfræðifjöri. Samvinna, gleði og kappsemi héldust í hendur á hverri stöð og reyndi á marga þætti innan stærðfræðinnar. Verkefnið tók þrjár kennslustundir og var kappið svo mikið að fríminúturnar liðu án þess að við yrðum þess vör. Stærðfræðin er skemmtileg og fjölbreytt.

 

Fleiri myndir.