Þorrablót Víkurskóla

Að venju var þorra blótað í Víkurskóla. Blótið gekk í alla staði vel og allir hefðbundnir fastir liðir á dagskrá. Nemendur og starfsfólk borðuðu þorramat saman. Eftir matinn komu allir saman á sal skólans og sungu þorralög og nemendaráðið flutti vandaðan annál sem tók á helstu viðburðum í skólastarfinu milli blóta. Að þessari dagskrá lokinni var að venju tekið í spil. Nemendur í 5.-10. bekk spiluðu félagsvist og nemendur í 1.-4. bekk spiluðu Ólsen, Ólsen. Hér má sjá sigurvegarna, Andra Berg í 4. bekk og Agnesi Edith í 7. bekk. Við óskum þeim til hamingju!