Valentínusarball

Nemendaráð Víkurskóla í samstarfi við umsjónarkennara 7.-10. bekkja stóð fyrir Valentínusasrskemmtun í skólanum 13. febrúar sl. Krakkarnir lögðu metnað í að skreyta fyrir kvöldið. Eins voru bakaðar Valentínusarkökur og pizzur. Veðrið var ekki upp á það besta þennan dag þannig að flýta varð skemmtuninni og sumir lentu í ævintýrum á heimleiðinni. Þetta kom þó ekki að sök og skemmtunin var hin besta.